Innlent

Vilja fjármagna Sundabraut með öðrum

Ein hugmyndanna að Sundabraut er lágreist brú.
Ein hugmyndanna að Sundabraut er lágreist brú. MYND/Sigurður Valur

Hafnarstjórn Faxaflóahafna vill hefja viðræður við ríkið um að taka þátt í fjármögnun Sundabrautar og stækkun Hvalfjarðarganga. Stjórnin hefur falið Árna Þór Sigurðssyni, formanni hennar, og Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að óska eftir viðræðum við stjórnvöld.

Árni Þór Sigurðsson, formaður hafnarstjórnar, segir þetta í samræmi við viðræður stjórnarinnar við forsætisráðherra á síðasta ári þar sem áhersla var lögð á að sætt næðist sem fyrst um legu Sundabrautar og ræddir voru möguleikar á fjármögnun hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×