Erlent

Mörg veðmál í gangi í tengslum við skírn Danaprinsins

Mary og Friðrik fara með prinsinn heim af fæðingardeildinni
Mary og Friðrik fara með prinsinn heim af fæðingardeildinni Mynd/Vísir

Það styttist í konunglega skírn í Danmörku en sonur Friðriks Krónprins og Mary Krónprinsessu verður skírður 21. janúar næstkomandi. Hjá veðbankanum Nordicbet eru hin ýmsu veðmál í gangi varðandi skírnina. Þar er til að mynda veðjað um nafn litla prinsins en Christian þykir líklegt nafn svo það gefur ekki mikið af sér en veðji maður sem nemur 1000 íslenskum krónum, þá verður uppskeran um 1200 krónur verði prinsinn skýrður Christian. Það eru hins vega minni líkur á að prinsinn verði skýrður frumlegum nöfnum eins og Aputsiaq, sem er grænlenskt nafn og þýðir snjófugl. Séu 1000 lagðar undir fyrir það nafn gæti ágóðinn orðið 100.000. Nafnið er þó ekki það eina sem er veðjað um en sem dæmi þá er hægt að veðja um hvort prinsinn gráti undir skírn eða ekki, segi prinsinn sitt fyrsta orð í skírninni þá gæti sá sem á það veðjar 1000 krónum hagnast um 150.000 krónur. Þá er einnig hægt að veðja um hvort fleiri áhorfendur horfi á skírnina á danska ríkissjónvarpinu eða TV2 en báðar sjónvarpsstöðvarnar sýna beint frá skírninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×