Innlent

Foreldrum 300 þúsundasta Íslendingsins afhent heillaóskaskeyti

Þrjú hundruð þúsundasti Íslendingurinn kom í heiminn í gær en það var drengur sem á ættir sínar að rekja til Reykjanesbæjar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri heimsóttu foreldrana og drenginn á fæðingardeild Landsspítala - Háskólasjúkrahúss klukkan eitt í dag og afhentu þeim heillaóskaskeyti í beinni útsendingu á NFS. Aðspurður sagði forsætisráðherra að hann bindi miklar vonir við þennan merka Íslending, eins og hann geri gagnvart öllum landsmönnum. Auk þess gat ráðherrann þess að hann sjálfur hafi verið Íslendingur númer 135 þúsund eða þar um bil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×