Innlent

Kvarta undan fjúkandi jólatrjám

Vegfarendur í Reykjavík hafa væntanlega ekki farið varhluta af fjúkandi jólatrjám á götum borgarinnar að undanförnu. Töluvert hefur verið kvartað til lögreglu sem getur lítið gert í málinu enda er það ekki á hennar könnu.

Borgin auglýsti fyrir helgi að starfsmenn hennar myndu safna trjánum þessa vikuna og var fólki bent á að setja trén út fyrir lóðamörk. Það hefur það gert og í hvassviðrinu síðustu daga hafa þau fokið út á götu. Þær upplýsingar fengust hjá framkvæmdasviði borgarinnar að starfsmenn reyndu eins og þeir gætu að fjarlægja tré. Er borgarbúum bent á að skorða trén á einhvern hátt eða geyma þau innan girðingar til þess að koma í veg fyrir að þau fjúki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×