Fleiri fréttir Björk sérvitrust Breska tímaritið, Homes and antiques, hefur valið íslensku söngkonuna Björku Guðmundsdóttur sérvitrustu dægurstjörnu heims. Um sex þúsund lesendur blaðsins tóku þátt í valinu og lagði Björk ekki ómerkari stjörnur en rokkarann Ozzy Osbourne og tískuhönnuðinn Vivienne Westwood. 9.1.2006 22:26 Vantar skýr markmið í heilbrigðismálum Skýr markmið og heilstæða stefnu í heilbrigðismálum vantar á Íslandi að mati Sigurbjargar Sigurðardóttur stjórnsýslufræðings. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir var gestur Fréttavaktarinnar fyrir hádegi á NFS. Hún sagði stefnu stjórnvalda hafa einkennst af tilviljunum og óráðsíu og að ríkisstjórnin hafi farið offari með sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. 9.1.2006 22:26 Frumburðurinn 300 þúsundasti landsmaðurinn Íbúar Íslands urðu 300 þúsund í dag. Það var lítill drengur úr Reykjanesbæ sem sem rauf 300 þúsunda múrinn en hann var tekinn með keisaraskurði í morgun. Hann var fyrsta barn foreldra sinna. 9.1.2006 22:10 Gunnsteinn vill 2. sætið Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri flokksins vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Gunnsteinn skipaði 3. sæti á framboðslista flokksins fyrir fjórum árum en leggur nú til atlögu við Ármann Kr. Ólason sem þá skipaði 2. sætið. 9.1.2006 22:04 Olmert líklegri til að semja um frið Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, er líklegri en Ariel Sharon til að semja um frið við Palestínumenn. Þetta segir palestínskur kennari sem hefur þekkt Olmert síðan hann var borgarstjóri í Jerúsalem. 9.1.2006 21:30 Eldsvoði í íbúðablokk í Kópavogi Eldur er í íbúð á 2 hæð í fjögurra hæða blokk í Lómasölum í Kópavogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er á staðnum og vinnur að slökkvistarfi. 9.1.2006 21:17 Ólíklegt að Íslandsbanki sameinist öðrum Hugmyndir um að Íslandsbanki sameinist öðrum banka hafa verið lagðar á hilluna með sölu á fjórðungshlut Straums-Burðaráss í gær, að mati stjórnarformanns bankans. Hann telur að meiri friður skapist nú um eignarhald í bankanum. 9.1.2006 21:00 Álver á Norðurlandi fjórða í röðinni Álver á Norðurlandi stefnir í að verða númer fjögur í röð framkvæmda við frekari álversuppbyggingu hérlendis. Nýtt álver í Helguvík og meiri stækkun í Straumsvík og á Grundartanga verður líklega ofar á listanum en álver á Norðurlandi. 9.1.2006 20:35 Sharon sýnir lífsmark Ariel Sharon sýndi lífsmark í dag, í fyrsta sinn frá því að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudaginn. Hann er enn tengdur við öndunarvél og læknar eru ekki tilbúnir að fullyrða að hann sé úr lífshættu. Þórir Guðmundsson fréttamaður er í Jerúsalem. 9.1.2006 20:06 Þáttaskil í Baugsmálinu Staðfesting Hæstaréttar á að þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem eftir standa séu tækir til efnislegrar meðferðar markar þáttaskil segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. 9.1.2006 19:48 Unglingar mótmæltu stóriðjustefnu Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu. 9.1.2006 19:45 Fazmofélagi kýldi Sveppa Ofbeldismaður, sem oft hefur verið kærður fyrir líkamlegt ofbeldi, kýldi Sverri Þór Sverrisson úr Strákunum í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Á heimasíðunni tveir.is tekur hann á móti áskorunum eins og Strákarnir á Stöð 2. Þeir sem standa að síðunni eru úr fazmo-genginu svokallaða en á síðunni mæla þeir gegn ofbeldi. 9.1.2006 19:09 Ekki hægt að lækka laun forseta Allt bendir til þess að laun forseta Íslands hækki mest launa ráðamanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Ástæðan er sú að stjórnarskráin heimilar ekki að laun forseta séu skert á kjörtímabili hans. 9.1.2006 19:05 Hostel vinsælust vestanhafs Hostel, kvikmynd Íslandsvinsins Elis Roths, fékk mesta aðsókn allra kvikmynda í Bandaríkjunum um helgina. Samtals greiddi fólk 20,1 milljón dollara, andvirði um 1.230 milljóna króna, í aðgangseyri. Myndin fékk því meiri aðsókn en stórmyndirnar The Chronicles of Narnia sem var í öðru sæti og King Kong sem var í þriðja sæti en báðar hafa þær tekið inn um og yfir 200 milljónir dollara í aðgangseyri. 9.1.2006 18:28 Vilja leggja Kjaradóm niður Ungir jafnaðarmenn vilja að Kjaradómur verði lagður niður og að laun stjórnmálamanna og annarra þeirra sem Kjaradómur hefur ákveðið breytist hér eftir í takt við almenna launavísitölu. 9.1.2006 18:17 Vilja hækka laun til samræmis við Reykavík Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir fundi með bæjarráði Akraness til að ræða launamun hjá starfsmönnum Akranessbæjar annars vegar starfsmönnum Reykjavíkurborgar hins vegar. Í bréfi Verkalýðsfélagsins til bæjaryfirvalda segir að munað geti þrettán til sextán prósentum á launum manna eftir því hvort þeir vinni sömu vinnu í Reykjavík eða á Akranesi. 9.1.2006 18:04 Bíll valt í Bakkaselsbrekku Bíll valt í Bakkaselsbrekku í Öxnadal fyrir nokkrum mínútum. Lögregla er á leið á vettvang til að kanna aðstæður en ekki er talið að slys hafi orðið á fólki. 9.1.2006 17:54 Átján ára sætir gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir sextán ára pilti sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nema annan pilt á brott af vinnustað hans og neyða hann til að taka pening út úr hraðbanka til að greiða skuld við þá. 9.1.2006 17:33 Þrettándabrennurnar verða annað kvöld Engar þrettándabrennur eða skemmtanir verða haldnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en annað kvöld verður ýmislegt um að vera. Þetta er samkvæmt ákvörðun ábyrgðarmanna brennanna, fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins, Veðurstofu, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og löreglunnar. 9.1.2006 17:22 Lést í París Dakar rallinu Ástralskur mótorhjólakappi lét lífið í slysi í níundu akstursleið í París Dakar rallinu í dag. Andy Caldecott varð 23. keppandinn frá upphafi til að láta lífið í keppninni sem er nú haldin í 28. skipti. 9.1.2006 17:03 Víða hálka eða hálkublettir Hálka, él og skafrenningur gerir vart við sig á nokkrum stöðum í kringum landið en færð er best á Norðaustur- og Suðausturlandi. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 9.1.2006 16:58 Arnþór hættur hjá ÖBÍ Arnþór Helgason hefur hætt störfum sem framkvæmdarstjóri Öryrkjabandalags Íslands. Engar skýringar hafa verið gefnar á uppsögn Arnþórs og hvorki hann né formaður Öryrkjabandalagins, Sigursteinn Másson vildu tjá sig um málið við fjölmiðla. 9.1.2006 16:46 Verð Actavis hækkaði um fimm prósent Hlutabréf í Actavis hafa hækkað um 5,06 prósent í dag en um miðjan dag var tilkynnt um rúmlega hundrað milljarða lántöku fyrirtækisins hjá sex erlendum bönkum. Alls hafa bréf í félaginu hækkað um 12,65 prósent frá áramótum. 9.1.2006 16:37 Mótmæltu í iðnaðarráðuneytinu Um fimmtán til tuttugu ungmenni tóku sér stöðu í iðnaðarráðuneytinu á fjórða tímanum til að mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda. Lögregla var kölluð til en þurfti ekki af hafa afskipti af unga fólkinu sem yfirgaf ráðuneytið þegar klukkan sló fjögur og dyrum þess var lokað. 9.1.2006 16:19 Kröfu verjenda í Baugsmáli hafnað Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni verjenda í Baugsmálinu um að þeim átta ákæruliðum sem eftir standa í málinu yrði vísað frá dómi. Verjendur höfðu krafist þess að málinu yrði vísað frá þar sem enginn hæfur saksóknari hefði verið mættur í dómssal þegar það var tekið fyrir á síðasta ári. 9.1.2006 15:45 Flosi gefur kost á sér í fjórða sætið í Kópavogi Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs til tveggja kjörtímabila, hyggst gefa kost á sér í fjórða sæti á lista flokksins í prófkjöri fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fram fer 4. febrúar næstkomandi. Flosi sagði í samtali við NFS að ástæðan fyrir því að hann gæfi kost á sér í fjórða sætið nú væri sú að Samfylkingin ætti nú þrjá menn í bæjarstjórn og hann vildi með þessu reyna að fjölga fullrúunum. 9.1.2006 15:38 Sex ára smitast af fuglaflensu Sex ára kínverskur piltur hefur smitast af H5N1 afbrigði fuglaflensunnar og gengst nú undir læknismeðferð á sjúkrahúsi í Hunan héraði. Kínversk yfirvöld hafa staðfest að um fuglaflensu sé að ræða og er pilturinn áttunda kínverska manneskjan sem smitast af sjúkdómnum. 9.1.2006 15:17 Engin viðbrögð hérlendis ákveðin Engin viðbrögð af hálfu íslenskra heilbrigðisyfirvalda hafa verið ákveðin í ljósi nýjustu frétta af fugleflensuveirunni. Flensan breiðist út í Tyrklandi og gæti því tekið sig upp í Vestur-Evrópu á næstunni. 9.1.2006 15:12 300 þúsundasti landsmaðurinn er piltur Drengur sem fæddist á fæðingardeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss á sjöunda tímanum í morgun varð 300 þúsundasti landsmaðurinn. Foreldrar hans eru Erla María Andrésdóttir og Haraldur Arnarson en þau búa í Reykjanesbæ. 9.1.2006 15:04 Vill hætta við framkvæmdur við Þjórsárver Samfylkingin vill að hætt verði við öll áform um orkuframkvæmdir á Þjórsárverasvæðinu og vill að friðland Þjórsárvera verði stækkað verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þingflokks Samfylkingar sem telur áætlanir um framkvæmdir við Norðlingaöldu og víðar í nágrenni Þjórsárvera komnar í öngstræti. 9.1.2006 14:56 Tóku 100 milljarða að láni Actavis hefur tekið lán upp á rúmlega 100 milljarða króna. Sex erlendir bankar veita lánið sem er tekið í bandarískum dollurum og að upphæð 1,27 milljarðar í þeim gjaldmiðli. 9.1.2006 14:45 Borgarbúar hvattir til að senda inn hugmyndir varðandi umhverfismál Reykjavíkurborg óskar nú eftir hugmyndum frá borgarbúum varðandi umhverfismál. Allar hugmyndir, stórar sem smáar, gætu orðið að veruleika þegar fram líða stundir. 9.1.2006 13:58 Ráðist að innanríkisráðuneyti Írak 28 hafa látist í sprengjuárásum í Írak það sem af er degi. Tvær sjálfsmorðsárásir voru gerðar í landinu í morgun í innanríkisráðuneyti landsins, í öðru tilvikinu þótti öryggisvörðum maðurinn óvenju sver um sig miðjan og grunaði því að hann bæri sprengiefni. Þeir 9.1.2006 13:51 Maltverjar hamingjusamastir í heimi Möltubúar eru hamingjusamastir allra þjóða samkvæmt árlegri hamingjukönnun Erasmus-háskólans í Rotterdam í Hollandi. Íslendingar eru tiltölulega hamingjusamir eða 63% þjóðarinnar. 9.1.2006 13:30 Cheney fluttur á sjúkrahús Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, var fluttur með hraði á sjúkrahús í morgun vegna öndunarerfiðleika. Cheney er nú á George Washington-sjúkrahúsinu, en búist er við að hann fái að snúa heim síðar í dag, enda engin alvarleg hætta á ferðum. 9.1.2006 13:05 Mikill verðmunur á nikótínlyfjum Algengur verðmunur á nikótínlyfjum er 25-30 prósent. Þetta kemur fram í verðkönnun neytendasamtakanna. Mestur var munurinn 45% á munnsogstöflumfrá Nicotinell. Hæsta verð var lang oftast hjá Lyfjum og heilsu eða í 22 tilvikum. Lægsta verð var oftast í Skipholtsapóteki eða í 16 tilvikum og hjá Lyfjaveri í 14 tilvikum. 9.1.2006 12:55 Enn lýst eftir árásarmanni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir hugsanlegum vitnum að því þegar ráðist var á unga stúlku á Sogavegi á föstudagskvöld. Maðurinn var á rauðum, eða dökkrauðum fólksbíl, sem líkist Subarau Impresa, en gæti þó verið stærri bíll. 9.1.2006 12:44 Níutíu kærðir fyrir smygl Um níutíu kæruskýrslur voru gerðar hjá embætti sýslumannsins á Seyðisfirði um helgina, flestar vegna smygltilrauna. Óvenju mikil umferð var um Egilsstaðaflugvöll um helgina. 9.1.2006 12:26 Innflutningur jókst um þriðjung á síðasta ári Innflutningur til landsins jókst um þriðjung á nýliðnu ári miðað við árið 2004. Ástæðuna má að miklu leyti rekja til stóriðjuframkvæmda og stóraukins bílainnflutnings. 9.1.2006 12:23 Andri Snær valinn á fyrirlestraröð í Columbiu-háskóla Andri Snær Magnason rithöfundur hefur verið valinn einn af fimm fyrirlesurum til að ávarpa nemendur í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Fyrirlestraröð vorannar er undir yfirskriftinni „Orð og gjörðir" en aðrir fyrirlesarar verða m.a. George Bizos, lögfræðingur Nelsons Mandela. Columbiu-háskóli er einn virtasti háskóli í heimi. 9.1.2006 10:54 Skotið á friðargæsluliða í Darfúr Friðargæsluliði var drepinn og tíu aðrir liggja sárir eftir skotárás í Darfúr-héraði í Súdan í gær. Friðargæsluliðunum, sem eru í Súdan á vegum Afríkusambandsins, var gert launsátur í þorpinu Girgira í vesturhluta Darfúr. 9.1.2006 10:30 Bellafonte kallaði Bush hryðjuverkamann Söngvarinn heimsfrægi Harry Bellafonte, kallaði George Bush, Bandaríkjaforseta hryðjuverkamann og lofaði forseta Venezuela, Hugo Chavez og vinstri stefnu hans í stjórnmálum á fundi þeirra Bellafontes og Chaves um helgina. 9.1.2006 10:23 Stúlka lést eftir að marglytta stakk hana Sjö ára gömul stúlka lést eftir að marglytta stakk hana við norðurströnd Ástralíu í gær. Töluverður fjöldi marglyttna lifir í sjónum við norðurströnd Ástralíu og endrum og sinnum stinga þær fólk en dauðsföll af þeim völdum eru afar fátíð. 9.1.2006 10:00 Óvænt heimsókn til Egyptalands og Sádí Arabíu Forseti Sýrlands, Bashar Assad, fór í stutta en óvænta heimsókn til Sádí Arabíu og Egyptalands í gær. 9.1.2006 09:24 Fuglaflensutilfellum fjölgar í Tyrklandi Tólf manns hafa í dag verið lagðir inn á sjúkrahús í Tyrklandi smitaðir af fuglaflensu að því er talið er. Ljóst er að fuglaflensan er að breiða úr sér í Tyrklandi og hafa þrír greinst með veiruna í höfuðborg landsins Ankara og tveir til viðbótar í borginni Van í austurhluta landsins um helgina. 9.1.2006 09:23 Sjá næstu 50 fréttir
Björk sérvitrust Breska tímaritið, Homes and antiques, hefur valið íslensku söngkonuna Björku Guðmundsdóttur sérvitrustu dægurstjörnu heims. Um sex þúsund lesendur blaðsins tóku þátt í valinu og lagði Björk ekki ómerkari stjörnur en rokkarann Ozzy Osbourne og tískuhönnuðinn Vivienne Westwood. 9.1.2006 22:26
Vantar skýr markmið í heilbrigðismálum Skýr markmið og heilstæða stefnu í heilbrigðismálum vantar á Íslandi að mati Sigurbjargar Sigurðardóttur stjórnsýslufræðings. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir var gestur Fréttavaktarinnar fyrir hádegi á NFS. Hún sagði stefnu stjórnvalda hafa einkennst af tilviljunum og óráðsíu og að ríkisstjórnin hafi farið offari með sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. 9.1.2006 22:26
Frumburðurinn 300 þúsundasti landsmaðurinn Íbúar Íslands urðu 300 þúsund í dag. Það var lítill drengur úr Reykjanesbæ sem sem rauf 300 þúsunda múrinn en hann var tekinn með keisaraskurði í morgun. Hann var fyrsta barn foreldra sinna. 9.1.2006 22:10
Gunnsteinn vill 2. sætið Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri flokksins vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Gunnsteinn skipaði 3. sæti á framboðslista flokksins fyrir fjórum árum en leggur nú til atlögu við Ármann Kr. Ólason sem þá skipaði 2. sætið. 9.1.2006 22:04
Olmert líklegri til að semja um frið Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, er líklegri en Ariel Sharon til að semja um frið við Palestínumenn. Þetta segir palestínskur kennari sem hefur þekkt Olmert síðan hann var borgarstjóri í Jerúsalem. 9.1.2006 21:30
Eldsvoði í íbúðablokk í Kópavogi Eldur er í íbúð á 2 hæð í fjögurra hæða blokk í Lómasölum í Kópavogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er á staðnum og vinnur að slökkvistarfi. 9.1.2006 21:17
Ólíklegt að Íslandsbanki sameinist öðrum Hugmyndir um að Íslandsbanki sameinist öðrum banka hafa verið lagðar á hilluna með sölu á fjórðungshlut Straums-Burðaráss í gær, að mati stjórnarformanns bankans. Hann telur að meiri friður skapist nú um eignarhald í bankanum. 9.1.2006 21:00
Álver á Norðurlandi fjórða í röðinni Álver á Norðurlandi stefnir í að verða númer fjögur í röð framkvæmda við frekari álversuppbyggingu hérlendis. Nýtt álver í Helguvík og meiri stækkun í Straumsvík og á Grundartanga verður líklega ofar á listanum en álver á Norðurlandi. 9.1.2006 20:35
Sharon sýnir lífsmark Ariel Sharon sýndi lífsmark í dag, í fyrsta sinn frá því að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudaginn. Hann er enn tengdur við öndunarvél og læknar eru ekki tilbúnir að fullyrða að hann sé úr lífshættu. Þórir Guðmundsson fréttamaður er í Jerúsalem. 9.1.2006 20:06
Þáttaskil í Baugsmálinu Staðfesting Hæstaréttar á að þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem eftir standa séu tækir til efnislegrar meðferðar markar þáttaskil segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. 9.1.2006 19:48
Unglingar mótmæltu stóriðjustefnu Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu. 9.1.2006 19:45
Fazmofélagi kýldi Sveppa Ofbeldismaður, sem oft hefur verið kærður fyrir líkamlegt ofbeldi, kýldi Sverri Þór Sverrisson úr Strákunum í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Á heimasíðunni tveir.is tekur hann á móti áskorunum eins og Strákarnir á Stöð 2. Þeir sem standa að síðunni eru úr fazmo-genginu svokallaða en á síðunni mæla þeir gegn ofbeldi. 9.1.2006 19:09
Ekki hægt að lækka laun forseta Allt bendir til þess að laun forseta Íslands hækki mest launa ráðamanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Ástæðan er sú að stjórnarskráin heimilar ekki að laun forseta séu skert á kjörtímabili hans. 9.1.2006 19:05
Hostel vinsælust vestanhafs Hostel, kvikmynd Íslandsvinsins Elis Roths, fékk mesta aðsókn allra kvikmynda í Bandaríkjunum um helgina. Samtals greiddi fólk 20,1 milljón dollara, andvirði um 1.230 milljóna króna, í aðgangseyri. Myndin fékk því meiri aðsókn en stórmyndirnar The Chronicles of Narnia sem var í öðru sæti og King Kong sem var í þriðja sæti en báðar hafa þær tekið inn um og yfir 200 milljónir dollara í aðgangseyri. 9.1.2006 18:28
Vilja leggja Kjaradóm niður Ungir jafnaðarmenn vilja að Kjaradómur verði lagður niður og að laun stjórnmálamanna og annarra þeirra sem Kjaradómur hefur ákveðið breytist hér eftir í takt við almenna launavísitölu. 9.1.2006 18:17
Vilja hækka laun til samræmis við Reykavík Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir fundi með bæjarráði Akraness til að ræða launamun hjá starfsmönnum Akranessbæjar annars vegar starfsmönnum Reykjavíkurborgar hins vegar. Í bréfi Verkalýðsfélagsins til bæjaryfirvalda segir að munað geti þrettán til sextán prósentum á launum manna eftir því hvort þeir vinni sömu vinnu í Reykjavík eða á Akranesi. 9.1.2006 18:04
Bíll valt í Bakkaselsbrekku Bíll valt í Bakkaselsbrekku í Öxnadal fyrir nokkrum mínútum. Lögregla er á leið á vettvang til að kanna aðstæður en ekki er talið að slys hafi orðið á fólki. 9.1.2006 17:54
Átján ára sætir gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir sextán ára pilti sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nema annan pilt á brott af vinnustað hans og neyða hann til að taka pening út úr hraðbanka til að greiða skuld við þá. 9.1.2006 17:33
Þrettándabrennurnar verða annað kvöld Engar þrettándabrennur eða skemmtanir verða haldnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en annað kvöld verður ýmislegt um að vera. Þetta er samkvæmt ákvörðun ábyrgðarmanna brennanna, fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins, Veðurstofu, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og löreglunnar. 9.1.2006 17:22
Lést í París Dakar rallinu Ástralskur mótorhjólakappi lét lífið í slysi í níundu akstursleið í París Dakar rallinu í dag. Andy Caldecott varð 23. keppandinn frá upphafi til að láta lífið í keppninni sem er nú haldin í 28. skipti. 9.1.2006 17:03
Víða hálka eða hálkublettir Hálka, él og skafrenningur gerir vart við sig á nokkrum stöðum í kringum landið en færð er best á Norðaustur- og Suðausturlandi. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 9.1.2006 16:58
Arnþór hættur hjá ÖBÍ Arnþór Helgason hefur hætt störfum sem framkvæmdarstjóri Öryrkjabandalags Íslands. Engar skýringar hafa verið gefnar á uppsögn Arnþórs og hvorki hann né formaður Öryrkjabandalagins, Sigursteinn Másson vildu tjá sig um málið við fjölmiðla. 9.1.2006 16:46
Verð Actavis hækkaði um fimm prósent Hlutabréf í Actavis hafa hækkað um 5,06 prósent í dag en um miðjan dag var tilkynnt um rúmlega hundrað milljarða lántöku fyrirtækisins hjá sex erlendum bönkum. Alls hafa bréf í félaginu hækkað um 12,65 prósent frá áramótum. 9.1.2006 16:37
Mótmæltu í iðnaðarráðuneytinu Um fimmtán til tuttugu ungmenni tóku sér stöðu í iðnaðarráðuneytinu á fjórða tímanum til að mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda. Lögregla var kölluð til en þurfti ekki af hafa afskipti af unga fólkinu sem yfirgaf ráðuneytið þegar klukkan sló fjögur og dyrum þess var lokað. 9.1.2006 16:19
Kröfu verjenda í Baugsmáli hafnað Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni verjenda í Baugsmálinu um að þeim átta ákæruliðum sem eftir standa í málinu yrði vísað frá dómi. Verjendur höfðu krafist þess að málinu yrði vísað frá þar sem enginn hæfur saksóknari hefði verið mættur í dómssal þegar það var tekið fyrir á síðasta ári. 9.1.2006 15:45
Flosi gefur kost á sér í fjórða sætið í Kópavogi Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs til tveggja kjörtímabila, hyggst gefa kost á sér í fjórða sæti á lista flokksins í prófkjöri fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fram fer 4. febrúar næstkomandi. Flosi sagði í samtali við NFS að ástæðan fyrir því að hann gæfi kost á sér í fjórða sætið nú væri sú að Samfylkingin ætti nú þrjá menn í bæjarstjórn og hann vildi með þessu reyna að fjölga fullrúunum. 9.1.2006 15:38
Sex ára smitast af fuglaflensu Sex ára kínverskur piltur hefur smitast af H5N1 afbrigði fuglaflensunnar og gengst nú undir læknismeðferð á sjúkrahúsi í Hunan héraði. Kínversk yfirvöld hafa staðfest að um fuglaflensu sé að ræða og er pilturinn áttunda kínverska manneskjan sem smitast af sjúkdómnum. 9.1.2006 15:17
Engin viðbrögð hérlendis ákveðin Engin viðbrögð af hálfu íslenskra heilbrigðisyfirvalda hafa verið ákveðin í ljósi nýjustu frétta af fugleflensuveirunni. Flensan breiðist út í Tyrklandi og gæti því tekið sig upp í Vestur-Evrópu á næstunni. 9.1.2006 15:12
300 þúsundasti landsmaðurinn er piltur Drengur sem fæddist á fæðingardeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss á sjöunda tímanum í morgun varð 300 þúsundasti landsmaðurinn. Foreldrar hans eru Erla María Andrésdóttir og Haraldur Arnarson en þau búa í Reykjanesbæ. 9.1.2006 15:04
Vill hætta við framkvæmdur við Þjórsárver Samfylkingin vill að hætt verði við öll áform um orkuframkvæmdir á Þjórsárverasvæðinu og vill að friðland Þjórsárvera verði stækkað verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þingflokks Samfylkingar sem telur áætlanir um framkvæmdir við Norðlingaöldu og víðar í nágrenni Þjórsárvera komnar í öngstræti. 9.1.2006 14:56
Tóku 100 milljarða að láni Actavis hefur tekið lán upp á rúmlega 100 milljarða króna. Sex erlendir bankar veita lánið sem er tekið í bandarískum dollurum og að upphæð 1,27 milljarðar í þeim gjaldmiðli. 9.1.2006 14:45
Borgarbúar hvattir til að senda inn hugmyndir varðandi umhverfismál Reykjavíkurborg óskar nú eftir hugmyndum frá borgarbúum varðandi umhverfismál. Allar hugmyndir, stórar sem smáar, gætu orðið að veruleika þegar fram líða stundir. 9.1.2006 13:58
Ráðist að innanríkisráðuneyti Írak 28 hafa látist í sprengjuárásum í Írak það sem af er degi. Tvær sjálfsmorðsárásir voru gerðar í landinu í morgun í innanríkisráðuneyti landsins, í öðru tilvikinu þótti öryggisvörðum maðurinn óvenju sver um sig miðjan og grunaði því að hann bæri sprengiefni. Þeir 9.1.2006 13:51
Maltverjar hamingjusamastir í heimi Möltubúar eru hamingjusamastir allra þjóða samkvæmt árlegri hamingjukönnun Erasmus-háskólans í Rotterdam í Hollandi. Íslendingar eru tiltölulega hamingjusamir eða 63% þjóðarinnar. 9.1.2006 13:30
Cheney fluttur á sjúkrahús Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, var fluttur með hraði á sjúkrahús í morgun vegna öndunarerfiðleika. Cheney er nú á George Washington-sjúkrahúsinu, en búist er við að hann fái að snúa heim síðar í dag, enda engin alvarleg hætta á ferðum. 9.1.2006 13:05
Mikill verðmunur á nikótínlyfjum Algengur verðmunur á nikótínlyfjum er 25-30 prósent. Þetta kemur fram í verðkönnun neytendasamtakanna. Mestur var munurinn 45% á munnsogstöflumfrá Nicotinell. Hæsta verð var lang oftast hjá Lyfjum og heilsu eða í 22 tilvikum. Lægsta verð var oftast í Skipholtsapóteki eða í 16 tilvikum og hjá Lyfjaveri í 14 tilvikum. 9.1.2006 12:55
Enn lýst eftir árásarmanni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir hugsanlegum vitnum að því þegar ráðist var á unga stúlku á Sogavegi á föstudagskvöld. Maðurinn var á rauðum, eða dökkrauðum fólksbíl, sem líkist Subarau Impresa, en gæti þó verið stærri bíll. 9.1.2006 12:44
Níutíu kærðir fyrir smygl Um níutíu kæruskýrslur voru gerðar hjá embætti sýslumannsins á Seyðisfirði um helgina, flestar vegna smygltilrauna. Óvenju mikil umferð var um Egilsstaðaflugvöll um helgina. 9.1.2006 12:26
Innflutningur jókst um þriðjung á síðasta ári Innflutningur til landsins jókst um þriðjung á nýliðnu ári miðað við árið 2004. Ástæðuna má að miklu leyti rekja til stóriðjuframkvæmda og stóraukins bílainnflutnings. 9.1.2006 12:23
Andri Snær valinn á fyrirlestraröð í Columbiu-háskóla Andri Snær Magnason rithöfundur hefur verið valinn einn af fimm fyrirlesurum til að ávarpa nemendur í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Fyrirlestraröð vorannar er undir yfirskriftinni „Orð og gjörðir" en aðrir fyrirlesarar verða m.a. George Bizos, lögfræðingur Nelsons Mandela. Columbiu-háskóli er einn virtasti háskóli í heimi. 9.1.2006 10:54
Skotið á friðargæsluliða í Darfúr Friðargæsluliði var drepinn og tíu aðrir liggja sárir eftir skotárás í Darfúr-héraði í Súdan í gær. Friðargæsluliðunum, sem eru í Súdan á vegum Afríkusambandsins, var gert launsátur í þorpinu Girgira í vesturhluta Darfúr. 9.1.2006 10:30
Bellafonte kallaði Bush hryðjuverkamann Söngvarinn heimsfrægi Harry Bellafonte, kallaði George Bush, Bandaríkjaforseta hryðjuverkamann og lofaði forseta Venezuela, Hugo Chavez og vinstri stefnu hans í stjórnmálum á fundi þeirra Bellafontes og Chaves um helgina. 9.1.2006 10:23
Stúlka lést eftir að marglytta stakk hana Sjö ára gömul stúlka lést eftir að marglytta stakk hana við norðurströnd Ástralíu í gær. Töluverður fjöldi marglyttna lifir í sjónum við norðurströnd Ástralíu og endrum og sinnum stinga þær fólk en dauðsföll af þeim völdum eru afar fátíð. 9.1.2006 10:00
Óvænt heimsókn til Egyptalands og Sádí Arabíu Forseti Sýrlands, Bashar Assad, fór í stutta en óvænta heimsókn til Sádí Arabíu og Egyptalands í gær. 9.1.2006 09:24
Fuglaflensutilfellum fjölgar í Tyrklandi Tólf manns hafa í dag verið lagðir inn á sjúkrahús í Tyrklandi smitaðir af fuglaflensu að því er talið er. Ljóst er að fuglaflensan er að breiða úr sér í Tyrklandi og hafa þrír greinst með veiruna í höfuðborg landsins Ankara og tveir til viðbótar í borginni Van í austurhluta landsins um helgina. 9.1.2006 09:23