Innlent

Fíkniefnasali handtekinn í Garðinum

Lögreglan í Keflavík handtók fíknifnasala í gærkvöldi og lagði hald á talsvert af fíkniefnum. Maðurinn var stöðvaður þegar hann var að aka um í Garðinum og fundust hundrað grömm af hassi og eitthvað af anfetamíni við leit í bílnum. Í framhaldi af henni var gerð húsleit heima hjá honum, en þar fanst ekkert. Við yfirheyrslur í nótt viðurkenndi hann að hafa ætlað að selja efnin og var honum sleppt undir morgun. Hann hefur áður gerst brotlegur við lög vegna fíkniefnamisferlis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×