Erlent

Lífshættuleg snjóþyngsli í Japan

AP

Að minnsta kosti 72 hafa látist vegna mikilla snjóa í Japan síðan í byrjun desember. Aldrei hefur snjóað jafn mikið en næstum fjórir metrar af snjó hafa fallið í landinu á þessum fimm vikum. Gamla metið var upp á rétt um þrjá metra. Hermenn hafa staðið í ströngu við að moka ofan af húsum þar sem yfir 200 manns hafa hreinlega lokast inni vegna snjóþyngslanna. Veðurspá gerir ráð fyrir því að það haldi áfram að snjóa í Japan næstu daga en undir helgi er gert ráð fyrir þýðu.



AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×