Innlent

Hraðvirkasta leitarvélin fyrir flug

MYND/AP

Dohop.com opnaði í dag nýja gerð flugleitarvélar sem inniheldur 650 flugfélög, þar með talin 80 lággjaldafélög. Aðstandendur vefsins segja leitarvélina bæði ítarlegri og hraðvirkari en áður hefur þekkst. Hún sé sú eina sem getur sett saman flugáætlanir með lággjaldafélögum og leitað samtímis hjá lággjalda- og hefðbundnum flugfélögum til að finna hentugustu flugáætlunina. Dohop-fyrirtækið er íslenskt en hefur söluskrifstofu í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×