Innlent

Handtekinn með fíkniefni eftir eltingarleik

MYND/Páll

Ökumaður bíls, sem var á leið niður Ártúnsbrekkuna á sjötta tímanum í morgun, gaf allt í botn þegar hann sá lögreglubíl gefa sér stöðvunarmerki. Hann ók á miklum hraða niður í Mörkina þar sem hann nauðhemlaði, stökk út úr bílnum og tók til fótanna. Það gerðu lögreglumenn líka og hlupu hann uppi. Hann reyndist vera með fíkniefni í fórum sínum og var handtekinn, ásamt tveimur farþegum sem voru í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×