Innlent

Slagar upp í Kárahnjúka

Guðmundur Þóroddsson
Guðmundur Þóroddsson

Áætlanir Orkuveitu Reyk­ja­vík­ur gera ráð fyrir að ár­ið 2011 slagi raf­orku­framleiðsla á Hengils­svæði­nu á Hellis­heiði upp í Kára­hnjúka­virkj­un. Gangi vonir tengd­ar djúp­bor­un eftir má gera ráð fyrir tölu­vert meiri orku.

 Guðmundur Þóroddsson, for­stjóri Orku­veit­u Reykjavíkur, segir virkjanlegan jarð­hita á landinu hugsan­lega meiri en vatns­afl. Síðustu 15 ár hefur mik­ill gang­ur verið í virkj­un á Hengils­svæði­nu. "Gangi allt eftir verð­ur fram­leiðsl­an þar árið 2011 orðin tæp­lega 500 mega­­vött," segir hann en Kára­hnjúka­­virkjun er á milli 500 og 600 mega­vött. Varð­andi mögu­­lega fram­leiðslu­aukn­ingu teng­da djúp­borunar­verk­efn­inu segir Guð­mund­ur að það sé nú bara rann­sókn­ar­verk­efni ennþá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×