Innlent

Fasteignaverð hefur hækkað mest á Vesturlandi

Fasteignaverð hefur hækkað mest á Vesturlandi á undanförnum fimmtán árum. Verðið er þó hæst á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þróun fasteignaverðs hér á landi sem kynnt var í dag. Starfshópurinn sem vann skýrsluna segir helstu skýringuna á því að verðhækkunin sé mest á Vesturlandi vera að finna í bættum samgöngum, stóriðju og uppbyggingu tveggja háskóla í landshlutanum. Þá kemur fram í skýrslunni að skuldir húsnæðiskaupenda hér á landi eru þær þriðju hæstu miðað við önnur OECD-ríki.

Sjá nánar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×