Fleiri fréttir Lítil ástæða til bjartsýni "Þetta er að flestu leyti eins og við var að búast og við höfðum spáð fyrir um," segir Kristján Kristinsson hjá Hafrannsóknarstofnun. Frumniðurstöður úr stofnmælingu botnfiska á þessu hausti gefa litla ástæðu til bjartsýni. 13.12.2005 06:15 Svartsýni er ríkjandi fyrir ráðherrafundinn Ekki er búist við að mikill árangur verði af ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO sem fram fer í Hong Kong í vikunni. Ríku þjóðirnar ætla ekki að láta af niðurgreiðslum fyrr en fátæku löndin opna sína markaði frekar. 13.12.2005 06:00 400 milljónir í framboðið Kostnaður við framboð Íslendinga til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er áætlaður um 200 milljónir króna frá árinu 2001. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, kemur fram að undirbúningi og áætlunum vegna framboðsins hafi verið sinnt samhliða öðrum málum og ekki leitt til fjölgunar í utanríkisráðuneytinu. 13.12.2005 05:45 Hópur barna á meðal látinna Nú er ljóst að 107 manns fórust í flugslysi nærri borginni Port Harcourt í Nígeríu á laugardaginn. Þá hrapaði rúmlega þrjátíu ára gömul DC-9 farþegaþota til jarðar og komust einungis þrír lífs af úr slysinu. Á meðal þeirra sem fórust var hópur 71 skólabarns sem var á leið heim í jólaleyfi. 13.12.2005 05:30 Tíu sækja um hæli í Svíþjóð Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Kaída hafa sótt um hæli sem pólitískir flóttamenn í Svíþjóð. Þetta eru bæði almennir félagar og menn sem sagðir eru hafa borið ábyrgð á þjálfunarbúðum al-Kaída í Afganistan. 13.12.2005 05:15 Engar færslur um fangaflug Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við BBC um helgina að engar embættisfærslur væri að finna um að bandarísk stjórnvöld hefðu sótt um leyfi til að flytja grunaða hryðjuverkamenn í vörslu bandarísku leyniþjónustunnar CIA um breska flugvelli. 13.12.2005 05:15 Komið í veg fyrir neyðarástand Samningar hafa náðst við fimm af átta hjúkrunarfræðingum sem annars hefðu hætt störfum á blóðskilunardeild Landspítalans um áramót. Herdís Herbertsdóttir, sviðsstjóri á lyflækningasviði, segir að með þessu hafi neyðarástandi verið afstýrt. 13.12.2005 05:15 Gagnsæi er réttarörygginu mikilvægt Á fyrstu mánuðum komandi árs stendur til að opna nýja heimasíðu héraðsdómstóla landsins. Heimasíðan verður á vegum Dómstólaráðs, en undir það heyra dómstólarnir. Í kjölfarið verður í fyrsta sinn hægt að nálgast á netinu dóma allra héraðsdómstólanna. 13.12.2005 05:00 Djúpt borað eftir orku Íslenska djúpborunarverkefnið er komið vel á veg en í haust var því tryggð fjármögnun. Markmiðið með verkefninu er að finna út hvort með breyttri vinnsluaðferð megi ná meiri orku úr háhitasvæðum og auka með því hagkvæmi jarðhitavinnslu. Nú þegar telja orkufyrirtæki jarðorkuvirkjanir vænlegri kost en vatnsaflsvirkjanir. 13.12.2005 05:00 Vill eftirlitsmyndavélar á Laugaveginn Borgarstjóri vill að eftirlitsmyndavélum verði komið upp á Laugavegi til að fyrirbyggja ólæti og sóðaskap sem borið hefur á um helgar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir ræddi þennan möguleika við Lögreglustjórann í Reykjavík í gær. 13.12.2005 05:00 Vill stemma stigu við svindli Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, boðar í dag til annars fundar um málefni erlendra starfsmanna í sveitarfélaginu. Hann segir í viðtali við Skessuhornið að enginn vafi leiki á því í hans huga að vinnuveitendur hafi farið á mis við leikreglur í þessum efnum í sveitarfélaginu. 13.12.2005 04:45 53 ófaglærðir fá hærri laun en menntaðir starfsmenn 13.12.2005 04:30 Félagar í hryðjuverkaneti handteknir Franska lögreglan hefur handtekið að minnsta kosti 20 manns í og við París sem grunaðir eru um aðild að íslömsku hryðjuverkaneti. 12.12.2005 23:00 Hávaði í mötuneytum geti leitt til heyrnaskaða Hávaði í mötuneytum sumra grunnskóla í Reykjavík er slíkur að það getur leitt til þess að börn skaðist á heyrn. Nýjar hljómælingar sýna að mesti hávaði er töluvert yfir viðmiðunarmörkum Umhverfissviðs borgarinnar í að minnsta kosti einum skóla og nálægt mörkunum í tveimur öðrum. 12.12.2005 22:45 Snarpur skjálfti í Afganistan Snarpur jarðskjálfti sem mældist 6,7 ár Richter skók Hindu Kush héraðið í Afganistan fyrir stundu, þar sem nú er árla dags, en engar fregnir hafa borist af mann- eða eignatjóni. 12.12.2005 22:38 Schwarzenegger náðar ekki dauðadæmdan mann Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, ákvað í dag að náða ekki Stanley "Tookie" Williams, fyrrverandi foringja í glæpagengi, sem taka á af lífi í fyrramálið að íslenskum tíma. Williams var dæmdur til dauða fyrir morð á fjórum mönnum árið 1979 en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og hefur í fangelsi unnið ötullega gegn gengjamenningu í Bandaríkjunum. 12.12.2005 21:49 Líbanska ríkisstjórnin hangir á bláþræði Líf líbönsku ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Fimm ráðherrar úr röðum Hizbollah sem eru hallir undir sýrlensk stjórnvöld sögðust í kvöld vera hættir þátttöku í ríkisstjórninni. Þetta sögðu þeir eftir neyðarfund í ríkisstjórninni vegna morðsins á blaðaútgefandanum Gebran Tueni í bílsprengjuárás í morgun. 12.12.2005 21:42 Flýja öfund út í meint auðæfi Foreldrar barns númer áttatíu og eitt, sem bjargaðist á undraverðan hátt úr flóðbylgjunni miklu á Srí Lanka, eiga erfitt, því að fólk heldur að þeir séu svo ríkir. 12.12.2005 21:00 Stóraukinn vatnsútflutningur Útflutningur á drykkjarvatni er orðinn þriðjungi meiri en hann var á síðasta ári, og það þrátt fyrir að þrír síðustu mánuðir þessa árs séu ekki taldir með. 12.12.2005 20:45 Bruni í bílum sjaldgæfur Afar sjaldgæft er að kvikni í bílum við árekstra. Þegar slíkt gerist er það oftast nær tengt rafkerfi bílanna og byrja slökkviliðsmenn venjulega á því að aftengja rafkerfin þegar þeir koma á slysstað. 12.12.2005 20:35 Fær enn martröð þrem vikum eftir slysið Særún Sveinsdóttir Williams, sem missti báða fætur í bílslysi í Bandaríkjunum fyrir þremur vikum, fær enn martraðir eftir slysið. Hún liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi, en segist afar þakklát fyrir að vera á lífi. Hafin er fjársöfnun til handa þessari einstæðu þriggja barna móður. 12.12.2005 20:30 Enn leitað að Karadic Hersveitir NATO, í Bosníu, gerðu í dag húsleit hjá einum stuðningsmanna Radovans Karadic, leiðtoga Serba í Bosníustríðinu. Talsmaður NATO sagði við fréttamenn að þetta hefði verið gert til að fá frekari upplýsingar um net stuðningsmanna sem hafa gert Radovan Karadic kleift að vera í felum í tíu ár. 12.12.2005 20:15 Ráðherra vonar að málið fjúki í burtu Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, mun ekki segja af sér vegna dóms hæstarréttar sem féll fyrir helgi og neitar að ræða málið efnislega. Ástráður Haraldsson, lögmaður Valgerðar Bjarnadóttur, segir Árna einbeita sér að því að drepa málinu á dreif og fá það til að snúast um eitthvað annað í þeirri von að tali hann nógu mynduglega og með nógu djúpum tóni þá muni þetta mál fjúka í burtu. 12.12.2005 20:13 Réðum illa við eldinn ef kviknaði í í Örfirisey Olíubirgðastöðin fyrir norðan Lundúnir sem stendur í ljósum logum er af svipaðri stærð og olíubirgðastöðin í Örfirisey. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ekki nægar froðubirgðir til í landinu til þess að slökkva eld eins og þann sem logar í Bretlandi. 12.12.2005 20:00 Jólasveinninn flaug í bæinn Jólasveinninn kom fljúgandi í bæinn með þyrlu Landhelgisgæslunnar síðasta laugardag þegar hann kom til að taka þátt í jólaballi gæslunnar. Með honum í för voru þau Birta og Bárður úr Stundinni okkar í Sjónvarpinu. 12.12.2005 20:00 Óttast að missa starfsfólk til álversins Framkvæmdastjóri Eskju, stærsta fyrirtækis Eskifjarðar, óttast að missa gott starfsfólk þegar samkeppni um vinnuafl á Austurlandi eykst með mannaráðningum til álversins á næsta ári. 12.12.2005 19:49 Hættu slökkvistarfi vegna sprengihættu Breskir slökkviliðsmenn við olíuhreinsunarstöðina norðan við Lundúnir, drógu sig í hlé síðdegis, af ótta við enn eina sprenginguna. Búið er að slökkva elda í tólf eldsneytisgeymum af tuttugu og þykir slökkvistarfið hafa gengið vel. 12.12.2005 19:45 5.000 til 6.000 manns leitar aðstoðar fyrir jólin Það er ekki sjálfgefið að allir geti haldið gleðileg jól. Á milli fimm og sex þúsund manns leita á ári hverju aðstoðar til að geta haft hátíðarmat á borðum um jólin. Frestur til að sækja um jólaaðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarfi kirkjunnar og Reykjavíkurdeild RKÍ rennur út á morgun. 12.12.2005 19:22 Virkjunarleyfi verða framseljanleg Virkjunarleyfi verða framseljanleg, ef frumvarp iðnaðarráðherra um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, verður að lögum. Það er þó háð sérstöku leyfi. Samkvæmt frumvarpinu fá þau fyrirtæki, sem afla sér leyfis til rannsókna, sjálfkrafa nýtingarleyfi - en þar eru milljarðahagsmunir í húfi. 12.12.2005 19:17 Óljóst um tildrög banaslyss Maður lést þegar bifreið hafnaði utan vegar í Eyjafirði snemma í morgun. Eldur kom upp í bifreiðinni og var maðurinn úrskurðaður látinn þegar slökkvilið Akureyrar kom á staðinn. 12.12.2005 19:14 Jónarnir báðir álitleg ráðherraefni Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson koma sterklega til álita sem ráðherraefni Samfylkingarinnar, ef sú staða kemur upp að leita þurfi út fyrir þingflokkinn. Þetta segir formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að stór hópur framsóknarmanna eigi samleið með Samfylkingunni en telur umræðu um sameiningu flokka ekki tímabæra. 12.12.2005 19:01 Steinunn Valdís segir ummæli Kristins H. Gunnarsonar spaugileg Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður framsóknarflokks krefst afsagnar borgarstjóra vegna nýgerðra samninga borgarinnar. Hann segir samningana vera óábyrgan leik í kosningaslag. 12.12.2005 19:00 Enn á gjörgæslu eftir bruna en á góðum batavegi Annar drengjanna sem brenndust illa þegar þeir voru að fikta með eldfiman vökva í Grafarvogi fyrir um þremur vikum er enn á gjörgæslu en á góðum batavegi að sögn vakthafandi læknis. 12.12.2005 18:15 Grjót féll á veginn um Óshlíð Óshlíðin lokaðist fyrir fáeinum mínútum þegar grjót féll á veginn þar um. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði eru menn Vegagerðarinnar að meta aðstæður og kemur þá í ljós hversu langur tími líður áður en hægt verður að opna veginn aftur fyrir umferð. 12.12.2005 18:12 Ekið á barn Ökumenn virðast ekki hafa gætt nægilega vel að sér í umferðinni í dag því óvenju mikið hefur verið um umferðaróhöpp þrátt fyrir að aðstæður til aksturs væru góðar. Sex umferðaróhöpp og eitt umferðarslys voru tilkynnt til lögreglu milli klukkan þrjú og sex. Ekið var á ellefu ára barn á gatnamótum Sæbrautar og Dalbrautar en meiðsl þess voru lítilsháttar. 12.12.2005 18:03 Fundu annað leynifangelsi í Írak Írakskir og bandarískir embættismenn hafa fundið nýtt fangelsi á vegum innanríkisráðuneytis Íraks í Bagdad þar sem útlit er fyrir að fangar hafi verið pyntaðir. Eftir því sem yfirvöld greina frá voru 625 fangar í haldi í miklum þrengslum í fangelsinu en þrettán þeirra þurftu á læknisaðstoð að halda, af því er talið er vegna pyntinga. 12.12.2005 17:42 Fékk þrjú 400 kílóa fiskikör á sig Kalrmaður slasaðist þegar hann fékk þrjú fiskikör ofan á sig í vinnuslysi í Grindavík um miðjan dag í dag. Hvert fiskikaranna vegur um 300 kíló og því talsverður þungi sem maðurinn fékk á sig. Maðurinn kramdist en slapp við beinbrot og að sögn lögreglu er merkilegt hversu vel hann slapp. 12.12.2005 17:40 Féll á höfuðið í vinnuslysi Maður slasaðist á höfði þegar hann féll tvo og hálfan til þrjá metra af millilofti í nýbyggingu í Hveragerði þar sem hann var við vinnu skömmu fyrir klukkan fimm. 12.12.2005 17:30 Játar á sig heimabankarán Tæplega þrítugur karlmaður hefur gengist við því í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa stolið um tveimur milljónum króna úr heimabönkum í nokkrum færslum. Hann hefur hins vegar ekki viljað segja hvað hann gerði við peningana og lögregla hefur ekki haft upp á þeim. 12.12.2005 17:13 Vill lengri tíma til að rannsaka morðið á Hariri Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar morðið á Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, hefur farið fram á það að rannsóknartíminn verði lengdur um hálft ár vegna samstarfstregðu sýrlenskra yfirvalda í málinu. 12.12.2005 17:06 Tólf í framboði í Garðabæ Tólf taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ þar sem valið verður í efstu sæti á lista flokksins við bæjarstjórnarkosningar næsta vor. 12.12.2005 16:45 Kosningin hefur gengið vel fyrir sig Fyrri degi atkvæðagreiðslu félaga í Eflingu um nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg er nú að ljúka. Ekki liggur fyrir hversu margir tóku þátt í atkvæðagreiðslunni í dag en Þórir Guðjónsson hjá Eflingu segir að kosningin hafi gengið ágætlega fyrir sig. 12.12.2005 16:30 Vill að öryggisráð SÞ rannsaki morðið á Tueni Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, hyggst biðja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að rannsaka morðið á líbanska þingmanninum Gebran Tueni sem ráðinn var af dögum í Beirút í morgun. Tueni lést ásamt þremur öðrum þegar sprengja sprakk nærri bifreið hans en auk þess slösuðust tíu manns í tilræðinu. 12.12.2005 16:15 Gunnlaugur verður forseti Hæstaréttar Gunnlaugur Claessen verður forseti Hæstaréttar á næsti ári og árið 2007 og Hrafn Bragason verður varaforseti réttarins. Þetta var niðurstaðan af fundi dómara við Hæstarétt í dag þar sem þeir kusu dómstólnum forseta og varaforseta. 12.12.2005 16:00 Elsta manneskja í heimi 116 ára Elsta manneskja í heimi er Ekvadori. Það er Maria Esther Capovilla en hún er fædd 14. september árið 1889 og er því 116 ára og tæpum þremur mánuðum betur. Heimsmetabók Guinnes hefur staðfest að hún sé elst jarðarbúa eftir að hafa fengið fæðingar- og giftingarvottorð hennar. 12.12.2005 15:55 Sjá næstu 50 fréttir
Lítil ástæða til bjartsýni "Þetta er að flestu leyti eins og við var að búast og við höfðum spáð fyrir um," segir Kristján Kristinsson hjá Hafrannsóknarstofnun. Frumniðurstöður úr stofnmælingu botnfiska á þessu hausti gefa litla ástæðu til bjartsýni. 13.12.2005 06:15
Svartsýni er ríkjandi fyrir ráðherrafundinn Ekki er búist við að mikill árangur verði af ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO sem fram fer í Hong Kong í vikunni. Ríku þjóðirnar ætla ekki að láta af niðurgreiðslum fyrr en fátæku löndin opna sína markaði frekar. 13.12.2005 06:00
400 milljónir í framboðið Kostnaður við framboð Íslendinga til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er áætlaður um 200 milljónir króna frá árinu 2001. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, kemur fram að undirbúningi og áætlunum vegna framboðsins hafi verið sinnt samhliða öðrum málum og ekki leitt til fjölgunar í utanríkisráðuneytinu. 13.12.2005 05:45
Hópur barna á meðal látinna Nú er ljóst að 107 manns fórust í flugslysi nærri borginni Port Harcourt í Nígeríu á laugardaginn. Þá hrapaði rúmlega þrjátíu ára gömul DC-9 farþegaþota til jarðar og komust einungis þrír lífs af úr slysinu. Á meðal þeirra sem fórust var hópur 71 skólabarns sem var á leið heim í jólaleyfi. 13.12.2005 05:30
Tíu sækja um hæli í Svíþjóð Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Kaída hafa sótt um hæli sem pólitískir flóttamenn í Svíþjóð. Þetta eru bæði almennir félagar og menn sem sagðir eru hafa borið ábyrgð á þjálfunarbúðum al-Kaída í Afganistan. 13.12.2005 05:15
Engar færslur um fangaflug Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við BBC um helgina að engar embættisfærslur væri að finna um að bandarísk stjórnvöld hefðu sótt um leyfi til að flytja grunaða hryðjuverkamenn í vörslu bandarísku leyniþjónustunnar CIA um breska flugvelli. 13.12.2005 05:15
Komið í veg fyrir neyðarástand Samningar hafa náðst við fimm af átta hjúkrunarfræðingum sem annars hefðu hætt störfum á blóðskilunardeild Landspítalans um áramót. Herdís Herbertsdóttir, sviðsstjóri á lyflækningasviði, segir að með þessu hafi neyðarástandi verið afstýrt. 13.12.2005 05:15
Gagnsæi er réttarörygginu mikilvægt Á fyrstu mánuðum komandi árs stendur til að opna nýja heimasíðu héraðsdómstóla landsins. Heimasíðan verður á vegum Dómstólaráðs, en undir það heyra dómstólarnir. Í kjölfarið verður í fyrsta sinn hægt að nálgast á netinu dóma allra héraðsdómstólanna. 13.12.2005 05:00
Djúpt borað eftir orku Íslenska djúpborunarverkefnið er komið vel á veg en í haust var því tryggð fjármögnun. Markmiðið með verkefninu er að finna út hvort með breyttri vinnsluaðferð megi ná meiri orku úr háhitasvæðum og auka með því hagkvæmi jarðhitavinnslu. Nú þegar telja orkufyrirtæki jarðorkuvirkjanir vænlegri kost en vatnsaflsvirkjanir. 13.12.2005 05:00
Vill eftirlitsmyndavélar á Laugaveginn Borgarstjóri vill að eftirlitsmyndavélum verði komið upp á Laugavegi til að fyrirbyggja ólæti og sóðaskap sem borið hefur á um helgar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir ræddi þennan möguleika við Lögreglustjórann í Reykjavík í gær. 13.12.2005 05:00
Vill stemma stigu við svindli Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, boðar í dag til annars fundar um málefni erlendra starfsmanna í sveitarfélaginu. Hann segir í viðtali við Skessuhornið að enginn vafi leiki á því í hans huga að vinnuveitendur hafi farið á mis við leikreglur í þessum efnum í sveitarfélaginu. 13.12.2005 04:45
Félagar í hryðjuverkaneti handteknir Franska lögreglan hefur handtekið að minnsta kosti 20 manns í og við París sem grunaðir eru um aðild að íslömsku hryðjuverkaneti. 12.12.2005 23:00
Hávaði í mötuneytum geti leitt til heyrnaskaða Hávaði í mötuneytum sumra grunnskóla í Reykjavík er slíkur að það getur leitt til þess að börn skaðist á heyrn. Nýjar hljómælingar sýna að mesti hávaði er töluvert yfir viðmiðunarmörkum Umhverfissviðs borgarinnar í að minnsta kosti einum skóla og nálægt mörkunum í tveimur öðrum. 12.12.2005 22:45
Snarpur skjálfti í Afganistan Snarpur jarðskjálfti sem mældist 6,7 ár Richter skók Hindu Kush héraðið í Afganistan fyrir stundu, þar sem nú er árla dags, en engar fregnir hafa borist af mann- eða eignatjóni. 12.12.2005 22:38
Schwarzenegger náðar ekki dauðadæmdan mann Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, ákvað í dag að náða ekki Stanley "Tookie" Williams, fyrrverandi foringja í glæpagengi, sem taka á af lífi í fyrramálið að íslenskum tíma. Williams var dæmdur til dauða fyrir morð á fjórum mönnum árið 1979 en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og hefur í fangelsi unnið ötullega gegn gengjamenningu í Bandaríkjunum. 12.12.2005 21:49
Líbanska ríkisstjórnin hangir á bláþræði Líf líbönsku ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Fimm ráðherrar úr röðum Hizbollah sem eru hallir undir sýrlensk stjórnvöld sögðust í kvöld vera hættir þátttöku í ríkisstjórninni. Þetta sögðu þeir eftir neyðarfund í ríkisstjórninni vegna morðsins á blaðaútgefandanum Gebran Tueni í bílsprengjuárás í morgun. 12.12.2005 21:42
Flýja öfund út í meint auðæfi Foreldrar barns númer áttatíu og eitt, sem bjargaðist á undraverðan hátt úr flóðbylgjunni miklu á Srí Lanka, eiga erfitt, því að fólk heldur að þeir séu svo ríkir. 12.12.2005 21:00
Stóraukinn vatnsútflutningur Útflutningur á drykkjarvatni er orðinn þriðjungi meiri en hann var á síðasta ári, og það þrátt fyrir að þrír síðustu mánuðir þessa árs séu ekki taldir með. 12.12.2005 20:45
Bruni í bílum sjaldgæfur Afar sjaldgæft er að kvikni í bílum við árekstra. Þegar slíkt gerist er það oftast nær tengt rafkerfi bílanna og byrja slökkviliðsmenn venjulega á því að aftengja rafkerfin þegar þeir koma á slysstað. 12.12.2005 20:35
Fær enn martröð þrem vikum eftir slysið Særún Sveinsdóttir Williams, sem missti báða fætur í bílslysi í Bandaríkjunum fyrir þremur vikum, fær enn martraðir eftir slysið. Hún liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi, en segist afar þakklát fyrir að vera á lífi. Hafin er fjársöfnun til handa þessari einstæðu þriggja barna móður. 12.12.2005 20:30
Enn leitað að Karadic Hersveitir NATO, í Bosníu, gerðu í dag húsleit hjá einum stuðningsmanna Radovans Karadic, leiðtoga Serba í Bosníustríðinu. Talsmaður NATO sagði við fréttamenn að þetta hefði verið gert til að fá frekari upplýsingar um net stuðningsmanna sem hafa gert Radovan Karadic kleift að vera í felum í tíu ár. 12.12.2005 20:15
Ráðherra vonar að málið fjúki í burtu Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, mun ekki segja af sér vegna dóms hæstarréttar sem féll fyrir helgi og neitar að ræða málið efnislega. Ástráður Haraldsson, lögmaður Valgerðar Bjarnadóttur, segir Árna einbeita sér að því að drepa málinu á dreif og fá það til að snúast um eitthvað annað í þeirri von að tali hann nógu mynduglega og með nógu djúpum tóni þá muni þetta mál fjúka í burtu. 12.12.2005 20:13
Réðum illa við eldinn ef kviknaði í í Örfirisey Olíubirgðastöðin fyrir norðan Lundúnir sem stendur í ljósum logum er af svipaðri stærð og olíubirgðastöðin í Örfirisey. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ekki nægar froðubirgðir til í landinu til þess að slökkva eld eins og þann sem logar í Bretlandi. 12.12.2005 20:00
Jólasveinninn flaug í bæinn Jólasveinninn kom fljúgandi í bæinn með þyrlu Landhelgisgæslunnar síðasta laugardag þegar hann kom til að taka þátt í jólaballi gæslunnar. Með honum í för voru þau Birta og Bárður úr Stundinni okkar í Sjónvarpinu. 12.12.2005 20:00
Óttast að missa starfsfólk til álversins Framkvæmdastjóri Eskju, stærsta fyrirtækis Eskifjarðar, óttast að missa gott starfsfólk þegar samkeppni um vinnuafl á Austurlandi eykst með mannaráðningum til álversins á næsta ári. 12.12.2005 19:49
Hættu slökkvistarfi vegna sprengihættu Breskir slökkviliðsmenn við olíuhreinsunarstöðina norðan við Lundúnir, drógu sig í hlé síðdegis, af ótta við enn eina sprenginguna. Búið er að slökkva elda í tólf eldsneytisgeymum af tuttugu og þykir slökkvistarfið hafa gengið vel. 12.12.2005 19:45
5.000 til 6.000 manns leitar aðstoðar fyrir jólin Það er ekki sjálfgefið að allir geti haldið gleðileg jól. Á milli fimm og sex þúsund manns leita á ári hverju aðstoðar til að geta haft hátíðarmat á borðum um jólin. Frestur til að sækja um jólaaðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarfi kirkjunnar og Reykjavíkurdeild RKÍ rennur út á morgun. 12.12.2005 19:22
Virkjunarleyfi verða framseljanleg Virkjunarleyfi verða framseljanleg, ef frumvarp iðnaðarráðherra um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, verður að lögum. Það er þó háð sérstöku leyfi. Samkvæmt frumvarpinu fá þau fyrirtæki, sem afla sér leyfis til rannsókna, sjálfkrafa nýtingarleyfi - en þar eru milljarðahagsmunir í húfi. 12.12.2005 19:17
Óljóst um tildrög banaslyss Maður lést þegar bifreið hafnaði utan vegar í Eyjafirði snemma í morgun. Eldur kom upp í bifreiðinni og var maðurinn úrskurðaður látinn þegar slökkvilið Akureyrar kom á staðinn. 12.12.2005 19:14
Jónarnir báðir álitleg ráðherraefni Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson koma sterklega til álita sem ráðherraefni Samfylkingarinnar, ef sú staða kemur upp að leita þurfi út fyrir þingflokkinn. Þetta segir formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að stór hópur framsóknarmanna eigi samleið með Samfylkingunni en telur umræðu um sameiningu flokka ekki tímabæra. 12.12.2005 19:01
Steinunn Valdís segir ummæli Kristins H. Gunnarsonar spaugileg Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður framsóknarflokks krefst afsagnar borgarstjóra vegna nýgerðra samninga borgarinnar. Hann segir samningana vera óábyrgan leik í kosningaslag. 12.12.2005 19:00
Enn á gjörgæslu eftir bruna en á góðum batavegi Annar drengjanna sem brenndust illa þegar þeir voru að fikta með eldfiman vökva í Grafarvogi fyrir um þremur vikum er enn á gjörgæslu en á góðum batavegi að sögn vakthafandi læknis. 12.12.2005 18:15
Grjót féll á veginn um Óshlíð Óshlíðin lokaðist fyrir fáeinum mínútum þegar grjót féll á veginn þar um. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði eru menn Vegagerðarinnar að meta aðstæður og kemur þá í ljós hversu langur tími líður áður en hægt verður að opna veginn aftur fyrir umferð. 12.12.2005 18:12
Ekið á barn Ökumenn virðast ekki hafa gætt nægilega vel að sér í umferðinni í dag því óvenju mikið hefur verið um umferðaróhöpp þrátt fyrir að aðstæður til aksturs væru góðar. Sex umferðaróhöpp og eitt umferðarslys voru tilkynnt til lögreglu milli klukkan þrjú og sex. Ekið var á ellefu ára barn á gatnamótum Sæbrautar og Dalbrautar en meiðsl þess voru lítilsháttar. 12.12.2005 18:03
Fundu annað leynifangelsi í Írak Írakskir og bandarískir embættismenn hafa fundið nýtt fangelsi á vegum innanríkisráðuneytis Íraks í Bagdad þar sem útlit er fyrir að fangar hafi verið pyntaðir. Eftir því sem yfirvöld greina frá voru 625 fangar í haldi í miklum þrengslum í fangelsinu en þrettán þeirra þurftu á læknisaðstoð að halda, af því er talið er vegna pyntinga. 12.12.2005 17:42
Fékk þrjú 400 kílóa fiskikör á sig Kalrmaður slasaðist þegar hann fékk þrjú fiskikör ofan á sig í vinnuslysi í Grindavík um miðjan dag í dag. Hvert fiskikaranna vegur um 300 kíló og því talsverður þungi sem maðurinn fékk á sig. Maðurinn kramdist en slapp við beinbrot og að sögn lögreglu er merkilegt hversu vel hann slapp. 12.12.2005 17:40
Féll á höfuðið í vinnuslysi Maður slasaðist á höfði þegar hann féll tvo og hálfan til þrjá metra af millilofti í nýbyggingu í Hveragerði þar sem hann var við vinnu skömmu fyrir klukkan fimm. 12.12.2005 17:30
Játar á sig heimabankarán Tæplega þrítugur karlmaður hefur gengist við því í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa stolið um tveimur milljónum króna úr heimabönkum í nokkrum færslum. Hann hefur hins vegar ekki viljað segja hvað hann gerði við peningana og lögregla hefur ekki haft upp á þeim. 12.12.2005 17:13
Vill lengri tíma til að rannsaka morðið á Hariri Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar morðið á Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, hefur farið fram á það að rannsóknartíminn verði lengdur um hálft ár vegna samstarfstregðu sýrlenskra yfirvalda í málinu. 12.12.2005 17:06
Tólf í framboði í Garðabæ Tólf taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ þar sem valið verður í efstu sæti á lista flokksins við bæjarstjórnarkosningar næsta vor. 12.12.2005 16:45
Kosningin hefur gengið vel fyrir sig Fyrri degi atkvæðagreiðslu félaga í Eflingu um nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg er nú að ljúka. Ekki liggur fyrir hversu margir tóku þátt í atkvæðagreiðslunni í dag en Þórir Guðjónsson hjá Eflingu segir að kosningin hafi gengið ágætlega fyrir sig. 12.12.2005 16:30
Vill að öryggisráð SÞ rannsaki morðið á Tueni Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, hyggst biðja öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að rannsaka morðið á líbanska þingmanninum Gebran Tueni sem ráðinn var af dögum í Beirút í morgun. Tueni lést ásamt þremur öðrum þegar sprengja sprakk nærri bifreið hans en auk þess slösuðust tíu manns í tilræðinu. 12.12.2005 16:15
Gunnlaugur verður forseti Hæstaréttar Gunnlaugur Claessen verður forseti Hæstaréttar á næsti ári og árið 2007 og Hrafn Bragason verður varaforseti réttarins. Þetta var niðurstaðan af fundi dómara við Hæstarétt í dag þar sem þeir kusu dómstólnum forseta og varaforseta. 12.12.2005 16:00
Elsta manneskja í heimi 116 ára Elsta manneskja í heimi er Ekvadori. Það er Maria Esther Capovilla en hún er fædd 14. september árið 1889 og er því 116 ára og tæpum þremur mánuðum betur. Heimsmetabók Guinnes hefur staðfest að hún sé elst jarðarbúa eftir að hafa fengið fæðingar- og giftingarvottorð hennar. 12.12.2005 15:55