Innlent

Nýbygging við heilsugæslustöð á Skagaströnd

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirritaði í dag verksamning vegna nýbyggingar Heilsugæslustöðvar á Skagaströnd. Við sama tækifæri tók ráðherrannfyrstu skóflustungu að nýbyggingunni, en húsið verður reist austan við hús dvalarheimilisins Sæborgar og tengist því með tengigangi. Eftir því sem fram kemur í frétt frá ráðuneytinu á húsið að rísa fyrir 1. ágúst á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×