Innlent

Starfsmannaleiga innsigluð

Fulltrúar frá sýslumanninum í Hafnarfirði stöðvuðu starfsemi starfsmannaleigunar Tveir plús einn þar í bæ vegna vangoldinna vörsluskatta. Um 60 til 70 manns starfa hjá fyrirtækinu.

Verkalýðsfélagið Hlíf hefur fengið umboð starfsmanna fyrirtækisins, sem allir eru frá Þýskalandi, til að fara yfir kjaramál þeirra. "Svo virðist sem þeir fái allt greitt á dagvinnutaxta, þar sem enginn munur er gerður á yfirvinnu og svo var þeim sagt að laugardagur teldi sem virkur dagur," segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður verkalýðsfélagsins. Kolbeinn segir að reynt sé að tryggja mönnunum aðra vinnu hér á landi en nokkrir hafi þurft að snúa til síns heima slyppir og snauðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×