Innlent

Metaukning innflutnings

Innflutningur hefur aldrei aukist jafn mikið á einum ársfjórðungi og á þriðja ársfjórðungi ársins 2005 en þá jókst hann um 32,2 prósent. Á sama tíma minnkaði útflutningur um 3,3 prósent. Landsframleiðsla jókst einnig mun minna en útgjöld þjóðarinnar eða um 4 prósent. Þettaer minni aukning á landsframleiðslu en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir, að vísu gerði spá seðlabankans fyrir 4,7 prósenta aukningu á landsframleiðslu á ársgrundvelli og gæti sú spá enn gengið eftir. Einkaneysla landsmanna jókst um 12,5 prósent á þriðja ársfjórðungi og en hún óx um 14,7 prósent á öðrum ásrfjórðungi. Samneysla óx svo um 3,7 prósent á 3. fjórðungi. Fátt virðist benda til annars en að þenslan haldi áfram enn um sinn. Þannig hafa augljósir liðir á borð við bílainnflutning og utanlandsferðir landans haldið áfram að vaxa síðan í október. Spá seðlabankans gerir ráð fyrir minni hagvexti næstu árin en spáir þó engum skell og verður hagvöxtur áfram réttu meginn við núllið. Björn Rúnar Guðmundsson sérfræðingur hjá Greiningardeild Landsbankans býst heldur ekki við erfiðum skell en segir augljóst að núverandi ástand geti bara verið tímabundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×