Innlent

Gunnar lagður af stað af suðurpólnum

MYND/Stefán

Gunnar Egilsson, sem í gær bætti heimsmetið í að komast á suðurpólinn á sem stystum tíma ásamt breskum félögum sínum, er lagður af stað af pólnum aftur. Í samtali við vefinn Suðurland.net skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi sagði hann þá félaga vera búna að hvíla sig og að þeir væru að gera sig klára í heimferðina. Hópurinn er á sex hjóla Ford Econline sem Gunnar smíðaði og brunuðu þeir tólf hundruð kílómetra leiðina á pólinn á sjötíu klukkustundum, eða tæpum þremur sólarhringum. Óhætt er að segja að bætingin sé rækileg því fyrra metið var tuttugu og fjórir sólarhringar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×