Innlent

Ekkert frekara grjóthrun í Óshlíð

Óshlíðarvegur
Óshlíðarvegur MYND/Brynjar Gauti

Ekkert frekara grjóthrun hefur orðið í Óshlíð á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur eftir að nokkur björg, tvö til fjögur tonn að þyngd, féllu niður á veginn á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Svo vel vildi til að engin átti leið um veginn í sama mund og hrunið varð og hlutust því engin slys af. Hins vegar vekur það óhug vestra að hrunið varð á vegkafla utan við fyrirhuguð jarðgöng þannig að þarna getur áfram orðið hætta á hruni þrátt fyrir að göngin verði gerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×