Erlent

Þrjár hryðjuverkaárásir stöðvaðar í London

Lögreglumenn vakta lestarstöð í London nokkrum dögum eftir árásirnar 7. júlí.
Lögreglumenn vakta lestarstöð í London nokkrum dögum eftir árásirnar 7. júlí. MYND/AP

Lögreglan í Lundúnum hefur komið í veg fyrir þrjár hryðjuverkaárásir síðan tilraun til hryðjuverkaárása var gerð þann 21. júlí síðastliðinn. Þetta sagði Ian Blair, lögreglustjóri borgarinnar, á blaðamannafundi í gær. Varaði hann þó við því að menn hefðu enn áform uppi um að fremja hryðjuverk í borginni en þann 7. júlí sprungu fjórar sprengjur í Lundúnum og urðu þær 56 manns að bana. Þá særðust um 700 manns í tilræðunum. Þeir fimm hins vegar sem viðriðnir voru hryðjuverkaárásirnar sem mistókust hafa verið ákærðir og er búist við að réttarhöld í máli þeirra hefjist í september á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×