Innlent

Slapp ótrúlega vel úr vinnuslysi

Maður slapp nær ómeiddur þegar þrjú fiskikör féllu á hann ofan af vörubifreið sem hann vann við að afferma í Grindavík í gær. Víkurfréttir greina frá því að maðurinn hafi verið fluttur á slysadeild Landspítalans í Reykjavík en reyndist einungis hafa marist nokkuð og fékk að fara heim að skoðun lokinni. Þess má geta að eitt fiskikar vegur um 500 kíló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×