Erlent

Bretaprins yfirheyrður

Karl Bretaprins. Dauði Díönu og tildrög hans vekja enn upp spurningar.
Karl Bretaprins. Dauði Díönu og tildrög hans vekja enn upp spurningar.

Karl Bretaprins var kallaður til yfirheyrslu í síðustu viku en yfirheyrslan var liður í óháðri rannsókn á dauða Díönu prinsessu, fyrrverandi eiginkonu Karls, og Dodis al-Fayed, ástmanns hennar árið 1997. Að því er dagblaðið Sunday Times hermir stóð yfirheyrslan yfir í fjölda klukkustunda.

Rannsókn málsins í Bretlandi var tekin upp að nýju í janúar 2004 að beiðni konunglega réttarlæknisins Michael Burgess. Franskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu árið 1999 að um slys hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×