Fleiri fréttir

Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif

Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.

Enginn er eyland í R-listanum

„Það býður enginn flokkur fram Reykjavíkurlista einn og sér - það er ekki R-listi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Tveir menn eru skráðir fyrir Reykjavíkurlistanum í fyrirtækjaskrá - annar er framsóknarmaður og hinn er í Samfylkingunni.

Umferðarátak lögreglu borgar sig

Að minnsta kosti fjórðungur þeirra 40 milljóna sem settar voru í umferðarátak lögreglunnar hefur skilað sér til baka í ríkiskassann í formi sektargreiðslna - og það á aðeins þremur vikum.

Ökuníðingar á ofsahraða

Þrír ökuníðingar mældust á ofsahraða í gærkvöldi og í nótt og þykir mildi að ekki hlutust stórslys af háttarlagi þeirra.

Sprengjunum ætlað að drepa

Sprengjunum á London í gær var ætlað að drepa, segir Ian Blair, lögreglustjóri borgarinnar.  Tilræðið í gær mistókst og telja sprengjusérfræðingar að tvær af sprengjunum fjórum hafi ekki sprungið.

Fjöldi ökumanna án skírteina

Tíu prósent ökumanna, eða 25 af þeim 250 sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði upp úr miðnætti til að kanna ástand ökumanna, reyndust ekki hafa ökuskírteini á sér þótt þeir hefðu próf í gildi. Fimm þúsund króna sekt liggur við slíku. Þá reyndust fjórir vera ölvaðir og aðrir fjórir rétt undir mörkum, þannig að þeir urðu að skilja bíla sína eftir. Einn ökumaður var réttindalaus, eftir að hafa verið sviftur ökuréttindum.

Hefja leit í föggum fólks

Öryggisyfirvöld í New York hafa ákveðið að hefja slembileit í bakpokum og töskum fólks í borginni í kjölfar árásanna á London í gær. Frá og með deginum í dag getur hver sá sem notast við almennings samgöngur í borginni átt von á að leitað verði í föggum hans. Ekki liggur fyrir hve viðamiklar aðgerðirnar eru. Hingað til hefur ekki verið farið út í slíkar aðgerðir af ótta við tafir sem af þeim kynnu að hljótast.

Saddam Hússein kvartar

Saddam Hússein, fyrrum leiðtogi Íraks, kvartar sáran yfir því að fá ekki að ráðfæra sig við lögfræðinga sína í aðdraganda réttarhaldanna yfir honum. Þetta kemur fram í myndbandi sem birtist á al-arabía sjónvarpsstöðinni í gær. Saddam gagnrýndi einnig nýja ríkisstjórn Íraks, sem hann sagði handbendi Bandarískra stjórnvalda.

Mannrán í Bagdad

Tveim alsírskum embættismönnum var rænt í Baghdad, höfuðborg Íraks í gær. Mennirnir voru í bíl sínum nærri sendiráði Alsírs þegar tveir bílar komu aðvífandi, út stukku nokkrir vopnaðir menn og tóku mennina úr bílnum og fóru með þá burt.

Æfingasvæði fyrir vélsleða

Sveitarfélagið Ölfus hefur tekið torfæruhjóla- og vélsleðamenn upp á sína arma og veitt þeim afnot af stóru æfingasvæði þar sem annað útivistarfólk á sjaldnast leið um. Nánar til tekið er svæðið norðan Litlu Kaffistofunnar og allt upp í Jóspesdal, þar sem aksturs- og æfingabrautir verða lagðar.

Grunaður skotinn í London

Breska lögreglan skaut í morgun mann á neðanjarðarlestarstöð, þar sem hann var grunaður um sjálfsmorðsárás. Sky fréttastofan segir að han hafi verið skotinn í þann mund sem hann var að fara um borð í lest, og vitnar fréttstofan til lögreglunnar.

Brasilía í París

Parísarbúar sem vilja brasilískar strendur þurfa ekki að leita langt í sumar. Nú er verið að koma upp sólarströnd við ána Signu, sem liggur í gegnum borgina og hún á að vera undir brasilískum áhrifum. Þegar hafa fimmtán hundruð tonn af brasilískum sandi verið flutt inn í borgina, sem og fjölmörg pálmatré.

OR kaupir Stykkishólmsveitu

Samningar hafa tekist um kaup Orkuveitu Reykjavíkur á vatns- og hitaveitu Stykkishólmsbæjar.  Húshitunarkostnaður á veitusvæðinu mun lækka um allt að 35 prósent 1. september, samkvæmt fréttatilkynningu.

Fjármálaeftirlit ósátt við viðauka

Fjármálaeftirlitið telur að formaður og varaformaður stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins hafi farið út fyrir umboð sitt þegar þeir gerðu viðauka við ráðningarsamning framkvæmdastjóra sjóðsins. Fjármálaeftirlitið gerir alvarlega athugasemd við þá ráðstöfun.

Litlar upplýsingar um þann látna

Breska lögreglan hefur enn ekki gefið neinar upplýsingar um mann sem hún skaut til bana í morgun, á járnbrautarstöð í Lundúnum. Fréttir af atburðinum er enn óljósar, en lögreglan hefur þó staðfest að maðurinn hafi verið skotinn til bana þegar hann var að fara um borð í járnbrautarlest á Stockwell brautarstöðinni.

Rice reynir að stöðva ofbeldisöldu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er komin til Miðausturlanda, til að reyna að stöðva ofbeldisölduna sem þar hefur gengið yfir undanfarna daga.

Umsækjendur orðnir 23

Umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra eru nú orðnir 23 en Kjartan "Vídó" Ólafsson, 23 ára verslunarmaður, bættist í hópinn í morgun þegar umsókn hans barst menntamálaráðuneytinu í pósti. Enn er möguleiki á að fleiri umsóknir berist í pósti seinna í dag eða eftir helgi.

Götu lokað í Lundúnum

Vopnaðir lögregluþjónar lokuðu fyrir stundu Harrow Road í Lundúnum. Þeir sögðu íbúum að halda sig innan dyra og einn íbúi telur sig hafa séð fjarstýrt sprengjuleitartæki.

Dýra og plöntulíf í Surtsey

Á vef Náttúrfræðistofnunar er sagt frá árlegum sumarleiðangri líffræðinga stofnunarinnar í Surtsey sem farinn var 18 - 25 júli, þar sem kannað var bæði plöntu- og dýralíf á eynni. Einnig voru sett upp sjálfvirk mælitæki sem skrá munu loft- og jarðvegshita næsta árið.

Fjögurra enn leitað

Lögreglan í Bretlandi hefur staðfest að maðurinn sem hún skaut til bana á járnbrautarstöð í Lundúnum í morgun tengdist árásunum í gær. Hún leitar einnig fjögurra annarra manna sem tengjast árásinni.

Polanski vann meiðyrðamál

Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski vann meiðyrðamál sem hann höfðaði gegn tímaritinu Vanity Fair. Málssóknina höfðaði hann vegna greinar sem Vanity Fair birti í júlí 2002. Þar greindi tímaritið frá því að á leiðinni í jarðarför eiginkonu sinnar, sem var myrt á hrottalegan hátt af Charles Manson árið 1969, hafi Polanski reynt að taka konu á löpp á veitingahúsi í New York.

Slys í Hvalvatnsfirði

Maður slasaðist alvarlega þegar hann hrapaði á annað hundrað metra í skriðum við Hvalvatnsfjörð. Björgunarsveitir frá Grenivík, Húsavík og Akureyri voru kallaðar á svæðið sem og sérþjálfaðir fjallabjörgunarmenn og er læknir og björgunarmenn komnir til mannsins en beðið er eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Skyggni er slæmt þar sem töluverð þoka er á svæðinu.

Sprengjugrín á Kastrup

Rýma varð öryggiseftirlitssvæði Katstrup flugvallar fyrr í dag vegna spaugsemi flugfarþega. Maðurinn sem er 44 ára Dani skellti handfarangri sínum á færibandið og tilkynnti um leið að hann innihéldi sprengju.

Aðeins heillaóskir ennþá

"Það hefur enginn haft samband við mig af þessu óánægða fólki," segir Fríða Regína Höskuldsdóttir, nýr skólastjóri í Landakotsskóla um deilurnar sem þar hafa verið. "Enn sem komið er hef ég ekkert annað fengið en hamingjuóskir." Hún segist ekki taka þeirri gagnrýni sem komið hefur fram í fjölmiðlum persónulega.

Próflaus á 176 kílómetra hraða

Tvítugur ökuréttindalaus piltur, ók bifreið á 176 kílómetra hraða á Reykjanesbraut við Smáralind í nótt. Lögreglan í Reykjavík var látin vita og mældi hraða bifreiðarinnar skömmu síðar á Sæbraut.

Fjármálaeftirlit með athugasemdir

Fjármálaeftirlitið gerir alvarlega athugasemd við að stjórn Sameinaða Lífeyrissjóðsins hafi ekki verið kunnugt um starfslokakjör Jóhannesar Siggeirssonar fyrrum framkvæmdastjóra og fellst ekki á þá skoðun stjórnarinnar að formaður og varaformaður hafi haft umboð til að gera viðauka við samninginn. 

Ferðamaður féll í hver í Reykjadal

Um hálf fjögur leytið var tilkynnt um að erlendur ferðamaður hefði fallið í heitan hver í Reykjadal ofan við Hveragerði. Björgunarsveitir á Selfossi, Eyrabakka, og í Hveragerði voru kallaðar til að bera manninn til byggða, ef með þyrfti, en um fimm kílómetra leið er að veginum. Þær komu á staðinn rétt fyrir hálf fimm og hlúðu að manninum.

Íslendingar á Bok og Bibliotek

Ísland tekur þátt í evrópsku bókaráðstefnunni, Bok og Bibliotek, sem haldin verður í Gautaborg í haust. Rithöfundar frá 25 löndum koma að ráðstefnunni. Sjón verður meðal þeirra sem fara fyrir Íslands hönd en hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í vetur fyrir bók sína Skugga-Baldur.

Vopnahlé í hættu

Vopnahlé Ísraela og Palestínumanna er talið í mikilli hættu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er enn komin til Miðausturlanda, til að reyna að miðla málum.Vopnahléið er forsenda brottflutning

Vörubílstjórar mótmæla hækkun

Atvinnubílstjórar hóta því að valda algeru umferðaröngþveiti á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar fyrir verslunarmannahelgina. Þeir krefjast þess að verð á dísilolíuverði lækkað og þungaskattur afnuminn. Gatnamótunum verður lokað seinnipartinn á fimmtudag eða föstudag í næstu viku. Forsvarsmaður hópsins segir það ólíðandi hvernig atvinnubílstjórar skuli hafa látið hækkun olíugjaldsins yfir sig ganga, en ofan á hækkun olíugjaldsins þurfa þeir einnig að greiða þungaskatt.

Skjóta til að drepa

Ótti og spenna ríkir í Lundúnum, eftir að grunaður hryðjuverkamaður var skotinn til bana á lestarstöð í dag. Einn maður hefur verið handtekinn og birtar hafa verið myndir af fjórum öðrum mönnum sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í borginni í gær. Lögreglan hefur skipanir um að skjóta til að drepa ef talið er að menn séu með sprengiefni á sér.

Föðurlandslögin framlengd

Bandaríkjaþing hefur samþykkt, með miklum meirihluta, að framlengja Föðurlandslögin svokölluðu, sem gefa lögreglunni rýmri starfsheimildir í baráttunni við hryðjuverkamenn.

Lögmæti sölu stofnfjár enn skoðað

Sex komu inn og fimmtán fóru úr hópi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar í gærkvöld. Ný stjórn styrkti stöðu sína en Fjármálaeftirlitið er enn að skoða lögmæti verslunar með stofnfé.

Árni vissi ekki betur

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spáir nýrri holskeflu af uppgreiðslum hjá Íbúðalánasjóði þar sem líklegt sé að vextir lækki innan tveggja ára. Hann segir umhugsunarefni af hverju Íbúðalánasjóður hafi einungis kosið að sýna félagsmálanefnd Alþingis einn af þeim lánasamningum sem gerðir voru.

Gangstéttarakstur

Sjónarvottar héldu að það stefndi í stórslys þegar maður ók á bíl á gangstéttinni við skemmtistaðina Torvaldsen og Kaffi París við Austurvöll í gærkvöldi. Maður sem sótt hafði tvo gesti á Kaffi Austurstæti færði til útiborð og stóla með bíl sínum á gangstétt við Austurvöll sem ekki er ætluð umferð.

Strætó akreinar

Nýtt leiðakerfi strætó verður tekið í gagnið í fyrramálið og hafa strætisvagnarnir fengið þrjár nýjar sérakreinar til að aka á. Þannig er vonast til að strætó verði vinsælli ferðamáti þegar vagnarnir hafa eitthvað fram yfir almenna umferð.

Lögregla skýtur grunaðan mann

Lögregla í Lundúnum handtók í gærkvöld mann í Stockwell í suðurhluta borgarinnar í tengslum við rannsóknina á hinum misheppnuðu sprengjutilræðum á fimmtudag. Óljóst var af fyrstu fréttum af handtökunni hvort hún tengdist atviki sem varð á Stockwell-jarðlestarstöðinni í gærmorgun, en þá skaut lögregla þar mann til bana sem hagaði sér grunsamlega.

Féll 150 metra í skriðum

Fertugur maður slasaðist þegar hann féll um það bil 150 metra niður skriðu um miðjan dag í gær við Hvalvatnsfjörð sem er á nesinu milli Skjálfanda og Eyjafjarðar.

Segir aðför hlægilega

Heilbrigðiseftirlitið á Akranesi kannaði í gær húsakynni fimm pólskra verkamanna sem starfa hjá fyrirtækinu Sputnikbátum og samþykkti það án athugasemda að sögn Gunnars Leifs Stefánssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. "Enda er þetta fyrirtaks húsakostur," segir hann.

Smáhveli strandaði á Siglufirði

Um tveggja metra langur blettahnýðir, smáhveli af höfrungaætt, strandaði í tvígang á Siglufirði síðastliðinn miðvikudag. Í bæði skiptin losnaði hann af sjálfsdáðum en virtist vankaður eftir síðara strandið; synti í hringi og hvarf loks sjónum Siglfirðinga.

Orkuveita Stykkishólms seld

Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Stykkishólmsbæ um kaup á vatns- og hitaveitu bæjarins og hefur samningurinn í för með sér 35 prósenta verðlækkun á heitu vatni í bænum. Samningurinn var undirritaður í gær en Orkuveita Stykkishólms er metin á 615 milljónir króna.

Vill Bush færa réttinn til hægri?

Öllum að óvörum tilnefndi Bush Bandaríkjaforseti íhaldssaman, hvítan karl í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna í gær. Talið er að með þessu vilji hann hnika réttinum til hægri en sumir íhaldsmenn efast um að sá útvaldi sé jafnmikill íhaldsmaður og hermt er.

Tryggingabætur öryrkja skerðast

Öryrkjar sem hafa lagt fyrir viðbótarlífeyrissparnað missa hluta af tryggingabótum sínum óski þeir eftir að fá hann útborgaðan. Þegar skatturinn hefur einnig tekið sinn toll er ávinningurinn af sparnaðinum nær enginn. Öryrki sem fréttastofan ræddi við segir þetta ekkert annað en þjófnað.

Yfirvofandi í töluverðan tíma

Allri vinnslu í fiskvinnslufyrirtækinu Suðurnesjum var hætt í dag og öllum fjörutíu og fimm starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp. Stefánía Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir lokunina hafa verið yfirvofandi í töluverðan tíma. Reynt hafi verið að bjarga fyrirtækinu en það ekki gengið eftir.

Gerir grein fyrir samningunum

Guðmundur Bjarnason, forstöðumaður Íbúðalánasjóðs, er þessa stundina að gera félagsmálanefnd Alþingis grein fyrir umdeildum samningum Íbúðalánasjóðs við banka og sparisjóði, sem hafa farið leynt. Fjórir starfsmenn sjóðsins eru með Guðmundi.

Sjá næstu 50 fréttir