Tryggingabætur öryrkja skerðast 13. október 2005 19:33 Öryrkjar sem hafa lagt fyrir viðbótarlífeyrissparnað missa hluta af tryggingabótum sínum óski þeir eftir að fá hann útborgaðan. Þegar skatturinn hefur einnig tekið sinn toll er ávinningurinn af sparnaðinum nær enginn. Öryrki sem fréttastofan ræddi við segir þetta ekkert annað en þjófnað. Guðni Sörensen fær rúmar níutíu þúsund í örorkubætur frá Lífeyrissjóðum og fjörutíu og sjö þúsund frá Tryggingastofnun. Þær upplýsingar fengust svo hjá stofnuninni að ef hann kysi að taka út tuttugu og fjögur þúsund í viðbótarlífeyrissparnað, myndi tekjutrygging hans frá Tryggingastofnun skerðast um fjörutíu og fimm prósent. Öll upphæðin er svo skattlögð að fullu. Hagnaðurinn af því að taka út viðbótarlífeyrissparnaðinn var því ekki nema fjögur þúsund krónur þegar upp var staðið. Guðni segir að að sínu mati sé þetta ekkert annað en þjófnaður. Guðni er vélvirki og rennismiður en stoðkerfi líkamans gaf sig fyrir ári síðan, tveimur árum áður en hann átti að fara á eftirlaun. Hann segir að ráðstöfunartekjur hans hafi lækkað um helming og hann hafi ætlað að grípa til þessa sparnaðar. Hann hafi hætt snarlega við það. Hann hafi einnig átt þess kost að vinna tvo til þrjá tíma á dag þrátt fyrir sjúkdóminn en vegna tekjutenginga sé ávinningurinn enginn. Hann kveðst ekki sjá neina ásæðu til að taka því fyrst farið sé svona með hann. Bára Snæfeld Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Öryrkjabandalagsins, segir allar viðbótartekjur skerða grunnbætur almannatrygginga, mismikið þó eftir tekjuflokkum. Fyrir þá sem hafi haft fyrirhyggju, eða haft það góðar tekjur að þeir gátu lagt til mögru áranna, sé staðan sú að þegar hlutbréf séu seld eða séreignarsjóðir nýttir sé það líka tekið sem tekjur sem skerði þá bæturnar enn meir. Bára segir að þetta kerfi sé mjög letjandi til sjálfsbjargar. Skerðingin sé það mikil að mjög fáar krónu skili sér í vasann Í allri umræðunni um að fjölgun öryrkja á Íslandi sé að sliga lífeyrissjóðina væri ekki úr vegi að líta til þess að kerfi, sem refsar þeim sem reyna að bæta stöðu sína með fyrirhyggju eða lágmarksatvinnuþátttöku, er kannski orðið úrelt. Það hlýtur að vera hagur allra að ýta undir sjálfsbjargarviðleitni þeirra sem standa höllum fæti. Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Öryrkjar sem hafa lagt fyrir viðbótarlífeyrissparnað missa hluta af tryggingabótum sínum óski þeir eftir að fá hann útborgaðan. Þegar skatturinn hefur einnig tekið sinn toll er ávinningurinn af sparnaðinum nær enginn. Öryrki sem fréttastofan ræddi við segir þetta ekkert annað en þjófnað. Guðni Sörensen fær rúmar níutíu þúsund í örorkubætur frá Lífeyrissjóðum og fjörutíu og sjö þúsund frá Tryggingastofnun. Þær upplýsingar fengust svo hjá stofnuninni að ef hann kysi að taka út tuttugu og fjögur þúsund í viðbótarlífeyrissparnað, myndi tekjutrygging hans frá Tryggingastofnun skerðast um fjörutíu og fimm prósent. Öll upphæðin er svo skattlögð að fullu. Hagnaðurinn af því að taka út viðbótarlífeyrissparnaðinn var því ekki nema fjögur þúsund krónur þegar upp var staðið. Guðni segir að að sínu mati sé þetta ekkert annað en þjófnaður. Guðni er vélvirki og rennismiður en stoðkerfi líkamans gaf sig fyrir ári síðan, tveimur árum áður en hann átti að fara á eftirlaun. Hann segir að ráðstöfunartekjur hans hafi lækkað um helming og hann hafi ætlað að grípa til þessa sparnaðar. Hann hafi hætt snarlega við það. Hann hafi einnig átt þess kost að vinna tvo til þrjá tíma á dag þrátt fyrir sjúkdóminn en vegna tekjutenginga sé ávinningurinn enginn. Hann kveðst ekki sjá neina ásæðu til að taka því fyrst farið sé svona með hann. Bára Snæfeld Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Öryrkjabandalagsins, segir allar viðbótartekjur skerða grunnbætur almannatrygginga, mismikið þó eftir tekjuflokkum. Fyrir þá sem hafi haft fyrirhyggju, eða haft það góðar tekjur að þeir gátu lagt til mögru áranna, sé staðan sú að þegar hlutbréf séu seld eða séreignarsjóðir nýttir sé það líka tekið sem tekjur sem skerði þá bæturnar enn meir. Bára segir að þetta kerfi sé mjög letjandi til sjálfsbjargar. Skerðingin sé það mikil að mjög fáar krónu skili sér í vasann Í allri umræðunni um að fjölgun öryrkja á Íslandi sé að sliga lífeyrissjóðina væri ekki úr vegi að líta til þess að kerfi, sem refsar þeim sem reyna að bæta stöðu sína með fyrirhyggju eða lágmarksatvinnuþátttöku, er kannski orðið úrelt. Það hlýtur að vera hagur allra að ýta undir sjálfsbjargarviðleitni þeirra sem standa höllum fæti.
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira