Innlent

Orkuveita Stykkishólms seld

Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Stykkishólmsbæ um kaup á vatns- og hitaveitu bæjarins og hefur samningurinn í för með sér 35 prósenta verðlækkun á heitu vatni í bænum. Samningurinn var undirritaður í gær en Orkuveita Stykkishólms er metin á 615 milljónir króna. "Við fáum lægra orkuverð, verð á vatni til húshitunar lækkar úr 101,5 krónum á rúmmetrann í 65 krónur," segir Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi. "Síðan stóðum við frammi fyrir miklum framkvæmdum til að auka orkuöflun og við töldum hagstæðara að vera í samvinnu við aðila sem eru vanir því.". Að meðtöldum skuldum Orkuveitu Stykkishólms og lækkun á gjaldskrá fær sveitarfélagið 50 milljóna króna greiðslu við söluna. Orkuveitan tekur við rekstri hitaveitunnar 1. september 2005 en vatnsveitu bæjarins 1. janúar 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×