Segir aðför hlægilega 22. júlí 2005 00:01 Heilbrigðiseftirlitið á Akranesi kannaði í gær húsakynni fimm pólskra verkamanna sem starfa hjá fyrirtækinu Sputnikbátum og samþykkti það án athugasemda að sögn Gunnars Leifs Stefánssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. "Enda er þetta fyrirtaks húsakostur," segir hann. Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélagsins, sagði í morgunþætti Talstöðvarinnar í fyrradag að hann hefði ekki séð húsakynnin nema að utan og hafi þá ekki litist á. Verkalýðsfélagið á staðnum hefur kært Sputnikbáta til sýslumanns fyrir að standa ólöglega að málum gangvart Pólverjunum fimm og hefjast yfirheyrslur hjá sýslumanni á mánudaginn og verða Pólverjarnir kallaðir til en einungis sem vitni. Ingólfur Árnason, einn af eigendum fyrirtækisins, segir að aðför Verkalýðsfélagsins að fyrirtækinu sé í raun hlægileg. "Við hefðum aldrei getað fundið þessa góðu verkamenn nema í gegnum starfsmannaleigu af þessu tagi," segir Ingólfur. Hann segir að fyrirtækið muni ráða mennina enda hafi þeir sýnt fram á ágæti sitt og að þeir uni hag sínum vel og því sé framganga Verkalýðsfélagsins ekki þessum verkamönnum í hag. Vilhjálmur segir að fyrirtækið hafi ekki látið á það reyna hvort hægt væri að finna slíka verkamenn hér á landi, allavega hefðu þeir ekki leitað til Verkalýðsfélagsins í þeim tilgangi. Gunnar Leifur segir það ekki rétt sem Vilhjálmur hafi haldið fram að fyrirtækið greiði 2,1 milljón króna fyrir verkamennina fimm heldur sé rétt upphæð 3,5 milljónir. Í gær var sjósettur fimmtán tonna fiskibátur sem fyrirtækið hefur framleitt og fögnuðu starfsmenn og yfirmenn við það tækifæri. Báturinn er útbúinn til línuveiða og hefur verið seldur til fyrirtækisins Eyrarberg í Grindavík. Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið á Akranesi kannaði í gær húsakynni fimm pólskra verkamanna sem starfa hjá fyrirtækinu Sputnikbátum og samþykkti það án athugasemda að sögn Gunnars Leifs Stefánssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. "Enda er þetta fyrirtaks húsakostur," segir hann. Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélagsins, sagði í morgunþætti Talstöðvarinnar í fyrradag að hann hefði ekki séð húsakynnin nema að utan og hafi þá ekki litist á. Verkalýðsfélagið á staðnum hefur kært Sputnikbáta til sýslumanns fyrir að standa ólöglega að málum gangvart Pólverjunum fimm og hefjast yfirheyrslur hjá sýslumanni á mánudaginn og verða Pólverjarnir kallaðir til en einungis sem vitni. Ingólfur Árnason, einn af eigendum fyrirtækisins, segir að aðför Verkalýðsfélagsins að fyrirtækinu sé í raun hlægileg. "Við hefðum aldrei getað fundið þessa góðu verkamenn nema í gegnum starfsmannaleigu af þessu tagi," segir Ingólfur. Hann segir að fyrirtækið muni ráða mennina enda hafi þeir sýnt fram á ágæti sitt og að þeir uni hag sínum vel og því sé framganga Verkalýðsfélagsins ekki þessum verkamönnum í hag. Vilhjálmur segir að fyrirtækið hafi ekki látið á það reyna hvort hægt væri að finna slíka verkamenn hér á landi, allavega hefðu þeir ekki leitað til Verkalýðsfélagsins í þeim tilgangi. Gunnar Leifur segir það ekki rétt sem Vilhjálmur hafi haldið fram að fyrirtækið greiði 2,1 milljón króna fyrir verkamennina fimm heldur sé rétt upphæð 3,5 milljónir. Í gær var sjósettur fimmtán tonna fiskibátur sem fyrirtækið hefur framleitt og fögnuðu starfsmenn og yfirmenn við það tækifæri. Báturinn er útbúinn til línuveiða og hefur verið seldur til fyrirtækisins Eyrarberg í Grindavík.
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira