Innlent

Slys í Hvalvatnsfirði

Maður slasaðist alvarlega þegar hann hrapaði á annað hundrað metra í skriðum við Hvalvatnsfjörð. Björgunarsveitir frá Grenivík, Húsavík og Akureyri voru kallaðar á svæðið sem og sérþjálfaðir fjallabjörgunarmenn og er læknir og björgunarmenn komnir til mannsins en beðið er eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Skyggni er slæmt þar sem töluverð þoka er á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×