Innlent

Dýra og plöntulíf í Surtsey

Á vef Náttúrfræðistofnunar er sagt frá árlegum sumarleiðangri líffræðinga stofnunarinnar í Surtsey sem farinn var 18 - 25 júli, þar sem kannað var bæði plöntu- og dýralíf á eynni. Einnig voru sett upp sjálfvirk mælitæki sem skrá munu loft- og jarðvegshita næsta árið. Í leiðangrinum fundust 50 tegundir háplantna, fjórum færri en á síðasta ári, ellefu tegundir varpfugla, þar á meðal lundinn, sem fannst í fyrsta sinn verpandi í Surtsey í fyrra. Skordýralíf reyndist einnig með blómlegra móti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×