Innlent

Strætó akreinar

Nýtt leiðakerfi strætó verður tekið í gagnið í fyrramálið og hafa strætisvagnarnir fengið þrjár nýjar sérakreinar til að aka á. Þannig er vonast til að strætó verði vinsælli ferðamáti þegar vagnarnir hafa eitthvað fram yfir almenna umferð. Stætó hefur fengið sérmerkta akrein í Lækjargötu, við Hlemm og brátt verður sérmerkt akrein á Miklubraut tekin í notkun. Þetta er gert til að greiða ferð strætisvagnanna um borgina og er almennri umferð óheimilt að aka á þessum akreinum. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó er ánægður með breytingarnar og segir þær í samræmi við það sem gert hefur verið í löndum í kringum okkur. Spurður að því hvort að nontendur verðir hugsanlega óánægðir segi hann að skoðanir verði eflasut skitpar en hins vegar hafi þetta verið vandlega skoðað. Miðað við umferðarþunga þá á þess ekki af hafa mikil áhrif Ásgeir segir þetta einn hluta af því að nýja leiðarkerfið gangi upp eins og ætlast er til. Hann segir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa lagt mikla áherslu á að efla og samræma forgang í umferð. Vegna þess að það sé lykilatriði að strætó verði fljótari í förum til þess að laða til sín notendur. Í dag mátti sjá bíla bruna eftir sérmerktri akreininni eins og ekkert væri. Telur Ásgeir að ökumenn eigi eftir að virða þennan einkarétt stætisvagna og leigubíla á akreininni. Ásgeir segist hafa trú á því að ökumenn læri að virða þetta með tímanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×