Innlent

Próflaus á 176 kílómetra hraða

Tvítugur ökuréttindalaus piltur, ók bifreið á 176 kílómetra hraða á Reykjanesbraut við Smáralind í nótt. Lögreglan í Reykjavík var látin vita og mældi hraða bifreiðarinnar skömmu síðar á Sæbraut. Eftirför var þó ekki hafin þegar ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni og ók utan í kyrrstæðan bíl við Héðinsgötu. Pilturinn meiddist ekki við áreksturinn en í ljós kom að hann var ofurölvi og ekki viðræðuhæfur. Má hann búast við hárri sekt fyrir athæfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×