Innlent

Aðeins heillaóskir ennþá

"Það hefur enginn haft samband við mig af þessu óánægða fólki," segir Fríða Regína Höskuldsdóttir, nýr skólastjóri í Landakotsskóla um deilurnar sem þar hafa verið. "Enn sem komið er hef ég ekkert annað fengið en hamingjuóskir." Hún segist ekki taka þeirri gagnrýni sem komið hefur fram í fjölmiðlum persónulega. Regína vill þó ekki gera lítið úr deilunum. "Það þarf að taka á þessu. En enn sem komið er hef ég mjög lítinn skilning á því um hvað þetta snýst og veit aðeins það sem ég hef lesið í fjölmiðlum. Ég veit ekki einu sinni hverjir það eru sem eru óánægðir." Regína segist ætla að taka á deilumálunum með opnum huga. Hún ætlar að láta það vera eitt af sínum fyrstu verkum að bjóða foreldrum barna í skólanum til fundar. "Kennararnir mæta síðan til starfa um miðjan ágúst, en ég vona að einhverjir þeirra gefi sig fram við mig fyrr til að ræða málin."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×