Innlent

Ferðamaður féll í hver í Reykjadal

Um hálf fjögur leytið var tilkynnt um að erlendur ferðamaður hefði fallið í heitan hver í Reykjadal ofan við Hveragerði. Björgunarsveitir á Selfossi, Eyrabakka, og í Hveragerði voru kallaðar til að bera manninn til byggða, ef með þyrfti, en um fimm kílómetra leið er að veginum. Þær komu á staðinn rétt fyrir hálf fimm og hlúðu að manninum. Þyrla varnarliðsins var kölluð til að sækja ferðamanninn og flaug með manninn til Reykjavíkur um fimm leytið. Maðurinn brenndist illa upp að hnjám. Fleiri slys hafa orðið á þessu svæði sem er opið ómerkt hverasvæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×