Fleiri fréttir

Kona og ungabarn björguðust

"Það var fyrir mestu að enginn slasaðist og tjónasérfræðingar eru bjartsýnir að bjarga megi töluverðu af innanstokksmunum," segir Stefán Pálsson, safnvörður og dómari í Gettu betur, en kona hans og barn björguðust þegar kviknaði í íbúð þeirra að Mánagötu um eftirmiðsdagsbil í gær.

Viðey að skolast burt

"Þarna hefur verið um gríðarlegt landrof að ræða síðustu árin og engu öðru um að kenna en þeim dýpkunarframkvæmdum sem gerðar hafa verið í Sundahöfn," segir Örnólfur Halfdánarson, fyrrverandi bókaútgefandi og áhugamaður um Viðey.

Lagði hornstein að húsi Actavis

Forseti Indlands lagði hornstein þrjú þúsund fermetra rannsóknahúsi í dag sem hýsa mun stærstan hluta þróunar- og rannsóknarstarfs Actavis. Þó að margir hafi beðið lengi eftir vætu fyrir gróðurinn hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins sjálfsagt kosið að bíða örlítið lengur.

Vegatálmar umhverfis Bagdad

Írakski herinn hefur sett upp vegatálma umhverfis Bagdad til þess að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn komist til borgarinnar.

Þriðjungslækkun á matvælaverði

Þriðjungslækkun hefur orðið á matvælaverði hjá stóru lágvöruverðsverslununum á undanförnum mánuðum, samkvæmt könnunum ASÍ. Ekki arðvænlegur rekstur, segir framkvæmdastjóri Bónus.

Hard Rock lokar

Veitingastaðnum og rokkminjasafninu Hard Rock Cafe í Kringlunni hefur verið lokað eftir átján ára rekstur. Allir erlendir rokkmunir verða sendir til Hard Rock samsteypunnar vestanhafs en ekki er ljóst hvernig íslensku munirnir verða varðveittir.

Eldflaugamaðurinn sýndi Ólafi Alpa

Samstarf í tækni- og lyfjaþróun er efst á baugi í opinberri heimsókn Indlandsforseta, en hann kynnti sér einnig viðvörunarkerfi Íslendinga vegna jarðskjálfta og annarra náttúruhamfara.

S-hópurinn fékk milljarða að láni

Landsbankinn lánaði félögum innan S-hópsins milljarða króna áður en bankinn var seldur Samson. Lánið var á góðum kjörum og var notað til að greiða fyrri greiðslu S-hópsins í Búnaðarbankanum. </font /></b />

Tuttugu prósenta hækkun

Kjölur og önnur félög starfsmanna sveitarfélaga í Starfsgreinasambandinu og Samflotinu svonefnda skrifuðu undir nýjan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga síðastliðið sunnudagskvöld. Þrjú til fjögur þúsund starfsmenn sveitarfélaga víðs vegar um land eiga aðild að samningnum.

Konur í rekstri fá aðgang

Konur sem reka fyrirtæki fá nú aðgang að Félagi kvenna í atvinnurekstri en áður þurftu konur bæði að eiga og reka fyrirtæki til að fá að vera í félaginu. Aðalfundur félagsins var haldinn í síðustu viku og voru þá samþykktar breytingar á lögum félagsins.

Valgerður heimilaði eignafærslu

Valgerður Sverrisdóttir veitti þýska bankanaum Hauck & Aufhauser heimild til að selja Keri þriðjung þess hlutar sem hann keypti í Búnaðarbankanum þrettán mánuðum eftir að kaupsamningur S-hópsins um Búnaðarbankann var undirritaður.

Bjarni stefnir á 21 kílómetra

Íslandsbanki verður aðalstyrktaraðili Reykjavíkur Maraþons næstu þrjú ár og mun það nefnast Íslandsbanka Reykjavíkur Maraþon.

Talar opinskátt um smit sitt

Ríkisútvarpið í Mið-Afríkulýðveldinu skýrði frá því að borgarstjórinn í Bangui, höfuðborg landsins, hefði gengið í hjónaband með ástkonu sinni til margra ára. Þau eru bæði alnæmissmituð, og var opinskátt sagt frá því í útvarpinu sem þykir afar óvenjulegt þar í landi.

Fallinna hermanna minnst

Bandarískra hermanna sem létust á og við Ísland í síðari heimsstyrjöldinni var minnst við hátíðlega athöfn í Fossvogskirkjugarði í gær. Sambærilega athafnir fóru einnig fram víða um heim í gær í tilefni Memorial Day, sem haldinn er hátíðlegur síðasta mánudag í maí ár hvert, en þá minnast Bandaríkjamenn fallinna hermanna.

Umsátri lauk með uppgjöf

Umsátrinu vegna gíslatökunnar á sjúkrahúsinu í Blekinge í Karlskrona í Svíþjóð lauk með farsælum hætti um hádegisleytið í gær.

Fékk tveggja ára fangelsi

Jón Árni Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt á tímabilinu 1994 til 2001.

Fýlubomba frá Finni

"Þettar er bara ein af mörgum fýlubombum sem Finnur Ingólfsson hefur sprengt á ævi sinni. Ég veit ekki hvað maðurinn er að spá," segir Egill Helgason þáttarstjórnandi.

Fer á Selfoss

Ákveðið hefur verið að Landbúnaðarstofnun, sem tekur við þeim verkefnum sem hafa verið í höndum yfirdýralæknis, veiðimálastjóra, aðfangaeftirlitsins, kjötmatsformanns og plöntueftirlitsins, skuli staðsett á Selfossi.

Kjörstaðir opnaðir í Frakklandi

Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í Frakklandi er hafin. 42 milljónir Frakka eru á kjörskrá og skoðanakannanir benda til að þeir muni hafna stjórnarskránni. Samþykki allra 25 aðildarríkja sambandsins þarf til að stjórnarskráin taki gildi en ráðgert var að það yrði strax á næsta ári.

Fjöldaslagsmál í Hafnarstræti

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt en mikið af fólki var samankomið í miðbæ höfuðborgarinnar til að skemmta sér. Ekki tókst öllum þó ætlunarverk sitt og var lögreglan kölluð að skemmtistaðnum Ópus í Hafnarstrætinu um sexleytið í morgun þar sem fjöldaslagsmál fóru fram. Alls voru tólf lögreglumenn kallaðir á vettvang og gekk greiðlega að róa lýðinn en enginn meiddist alvarlega að sögn lögreglunnar.

Rólegt hjá lögreglu um land allt

Tveir voru stöðvaðir á Akureyri í gærkvöld og nótt grunaðir um ölvun við akstur og tveir á Selfossi. Annars var nóttin tiltölulega róleg hjá lögreglunni um land allt þrátt fyrir að miðbæir víða um land hafi verið fullir af fólki enda mikið af útskriftum og öðrum hátíðarhöldum í gær á þessari björtu og fallegu sumarnótt.

Eldur í undirgöngum í miðbænum

Slökkvilið Reykjavíkur kallað að undiröngum við Urðarstíg og Nönnustíg um klukkan hálffjögur í nótt þar sem búið var að kveikja í rusli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en nokkur hætta myndaðist þó þar sem eldurinn hefði getað náð til íbúðarhúsa í kring, að sögn slökkviliðsins.

400 palestínskum föngum sleppt

Ríkisstjórn Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, tilkynnti í dag að 400 palestínskir fangar yrðu látnir lausir. Lausn fanganna er hluti af samkomulagi sem Sharon gerði við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, fyrr á þessu ári. Í febrúar létu Ísraelar 500 palestínska fanga lausa en settu það skilyrði fyrir frekari aðgerðum að palestínsk stjórnvöld beittu sér fyrir því að afvopna sveitir uppreisnarmanna.

Sex drukknuðu í brunni í Kína

Sex Kínverjar úr sömu fjölskyldu drukknuðu í vatnsbrunni þegar hver björgunaraðgerðin á fætur annarri fór úrskeiðis. Þetta gerðist í Guagdong-héraði í Suður-Kína. Sá fyrsti féll ofan í brunninn þegar hann reyndi að koma fyrir nýrri vatnspumpu. Ættingi mannisins stökk til og reyndi að bjarga honum en sá sneri ekki aftur upp úr brunninum.

Segir al-Zarqawi hugsanlega í Íran

Talsmenn stjórnvalda í Íran vísa á bug frétt í breska blaðinu <em>Sunday Times</em> að al-Zarqawi, leiðtogi al-Qaida í Írak, hafi verið fluttur alvarlega særður til Írans.

Fjórðungur hefur þegar kosið

Um tíu milljónir Frakka höfðu greitt atkvæði fyrir hádegi um stjórnarskrá Evrópusambandsins en það er um fjórðungur þeirra sem eru á kjörskrá. Skoðanakannanir benda til að þeir muni hafna stjórnarskránni þótt mjótt verði á munum. Samþykki allra 25 aðildarríkja Evrópusambandsins þarf til að stjórnarskráin taki gildi.

Heldur syni sínum í gíslingu

Faðir fimmtán ára drengs hefur tekið son sinn í gíslingu á sjúkrahúsi í Karlskrona í Svíþjóð og hótar að kveikja bæði í honum og sjálfum sér. Um er að ræða flóttafólk frá Aserbadsjan sem til stendur að vísa úr landi á morgun.

Hermannaveiki í rénun í Noregi

Hermannveikifaraldurinn í Fredrikstad í Noregi, sem lagt hefur fimm menn að velli, virðist í rénum. Frá því í gærmorgun hafa engir nýir sjúklingar á sjúkrahúsinu Östfold greinst með veikina. Stjórnvöld hafa fyrirskipað að öll loftræstikerfi á svæðinu skuli hreinsuð fyrir miðnætti.

Líklega dómur í vikunni

Rússneski auðkýfingurinn Míkhaíl Khodorkovskí, mun líklega komast að því í þessari viku hversu lengi hann mun fá að dúsa í fangelsi.

Konur 10% frambjóðenda í kosningum

Nærri þrjú þúsund manns hyggjast sækja eftir sæti á afganska þinginu í kosningum 18. september næstkomandi. Af þeim eru einungins rétt um tíu prósent konur. Frá þessu greindi kjörstjórn í landinu í dag. Framboðsfrestur rann út á fimmtudag, en barist er um 249 sæti í Wolesi Jirga, neðri deild afganska þingsins.

Birti myndband af ítölskum gísl

Afgönsk sjónvarpsstöð birti í dag myndband með ítölsku konunni Clementinu Cantoni sem rænt var í Kabúl í Afganistan fyrir um tveimur vikum. Cantoni, sem starfaði fyrir hjálparsamtökin CARE International, var á myndbandinu á milli tveggja vopnaðra manna sem beindu rifflum sínum að henni en hún kallaði ekki eftir hjálp.

Páfi heimsótti Bari í dag

Hinn nýi páfi, Benendikt sextándi, fór í sína fyrstu embættisferð út fyrir Róm í dag, en þá sótti hann ráðstefnu í Bari og messaði þar. Rúmlega 200 þúsund manns sóttu messuna sem eins og gefur að skilja fór fram utan dyra, en mikil öryggisgæsla var á svæðinu og var mörgum götum í miðborg Bari lokað vegna komu páfa.

Með logandi vindil innanklæða

Benjamin Nethanyahu, fjármálaráðherra Ísraels, veitti í dag eldheitt útvarpsviðtal í orðsins fyllstu merkingu skömmu fyrir ríkisstjórnarfund. Forsætisráðherrann fyrrverandi var að ræða við fréttamann frá útvarpi hersins þegar fréttamaðurinn sagðist skyndilega finna reykjarlykt. Netanyahu hváði en þá benti fréttamaðurinn honum á að vindill innan á jakkafötum hans stæði í ljósum logum.

Sótt gegn andspyrnumönnum í Bagdad

Írakski herinn hóf í dag umfangsmestu aðgerð sína frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum, en um 40 þúsund hermenn hafa umkringt höfuðborgina Bagdad og hyggjast ganga á milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum í borginni. Þeir njóta aðstoðar 10 þúsund bandarískra hermanna og verður öllum leiðum til og frá borginni lokað og farið hverfi úr hverfi í leit að erlendum sem innlendum uppreisnarmönnum.

Annan hvetur til efnda á loforðum

Kofi Annan, framkvæmdstjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag þær þjóðir sem lofuðu að aðstoða við uppbyggingu í Suður-Súdan að standa við heit sín, en Anna lauk þriggja daga heimsókn sinni til Súdans með því að kynna sér ástandið í suðurhluta landsins.

Klerkur drepinn í Afganistan

Byssumenn myrtu í áhrifamikinn afganskan klerk og andstæðing talibana í suðurhluta Afganistans í dag. Mawlavi Abdullah Fayaz var á leið frá skrifsofu sinni í borginni Kandahar þegar tveir menn á vélhjóli óku hjá og skutu hann til bana. Hamid Karzai, forseti Afganistans, fordæmdi morðið og sagði það árás í íslam og hvatti til þess að höndum yrði komið yfir tilræðismennina hið fyrsta.

Stefán Már sóknarprestur á Hofi

Stefán Már Gunnlaugsson var kjörinn sóknarprestur á Hofi í Vopnafirði með 58 prósentum atkvæða í almennum prestskostningum sem fram fóru í gær, laugardaginn 28. maí. Atkvæði voru talin í dag. Fimm sóttu um embættið en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. Voru því fjórir í kjöri, séra Séra Brynhildur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur, Stefán Már Gunnlaugsson guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur.

Forseti Indlands kominn

Dr. Abdul Kalam, forseti Indlands, er kominn til landsins en flugvél hans lenti á fjórða tímanum. Hann mun í kvöld eiga viðræður við hóp íslenskra vísinda og fræðimanna og þá mun hann einnig hitta stjórnarmenn í Íslensk-indverska verslunarráðinu. Opinber heimsókn hans hefst svo í fyrramálið með móttökuathöfn að Bessastöðum og stendur hún fram á þriðjudagskvöld.

Meiri kjörsókn en fyrir 13 árum

Um tíu milljónir Frakka höfðu um hádegi greitt atkvæði um stjórnarskrá Evrópusambandsins en það er um fjórðungur þeirra sem eru á kjörskrá. Segja frönsk blöð að það sé tæplega fimm prósentustigum fleiri en kosið höfðu á sama tíma um Maastricht-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992.

Al-Zarqawi sagður stjórna gagnárás

Al-Qaida samtökin í Írak greindu frá því í yfirlýsingu á Netinu í dag að leiðtogi þeirra, Abu Musab al-Zarqawi, færi fyrir gagnsókn gegn írökskum og bandarískum sem í dag hófu umfangsmikla aðgerð gegn uppreisnarmönnum í Bagdad. <em>Sunday Times</em> greindi frá því í dag að al-Zarqawi hefði hugsanlega verið fluttur til Írans vegna sára sem hann hlaut í árás Bandaríkjamanna á bílalest hans fyrir þremur vikum en stjórnvöld í Íran hafa hafnað því.

Hefja átak gegn mænusótt í Jemen

Stjórnvöld í Jemen greindu frá því í dag að 179 börn hefðu greinst með mænusótt í mænusóttarfaraldri sem gengur yfir landið. 108 þeirra hafa lamast vegna sjúkdómsins. Brugðist verður við þessu með átaki á landsvísu þar sem rúmlega 4,6 milljónir barna undir fimm ára aldri verða bólusettar gegn sjúkdómnum á næstu þremur dögum, en sjúkdómurinn hafði ekki gert vart við sig í landinu frá árinu 1996.

66% höfðu kosið klukkan fimm

66 prósent kjósenda höfðu kosið í Frakklandi um stjórnarskrá Evrópu klukkan fimm að íslenskum tíma, sjö að frönskum tíma. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Frakklands áðan. Kosningaþátttaka virðist vera öllu meiri en þegar franska þjóðin greiddi atkvæði um Maastricht-sáttmálann árið 1992. Þá var heildarþátttaka tæp 70 prósent. Öllum kjörstöðum var lokað nú klukkan sex að íslenskum tíma nema í París og Lyon, en þar verður opið tveimur tímum lengur.

Milljón vinnustundir án slyss

Meira en milljón vinnustundir hafa verið unnar í álverinu í Straumsvík án þess að þar hafi orðið slys sem leiðir til fjarveru starfsmanns frá vinnu daginn eftir óhapp. Slíkt slys varð síðast í apríl í fyrra og var hið eina á árinu. Frá árinu 1997 hefur þess háttar slysum fækkað úr fimmtíu á ári í eitt til tvö.

Kosið í Líbanon í dag

Íbúar Líbanons gengu til frjálsra þingkosninga í dag, þeirra fyrstu sem þar fara fram í þrjá áratugi án íhlutunar Sýrlendinga. Búist er við að niðurstaða kosninganna endurspegli ánægju Líbana með þá þróun og að flokkur sonar fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Rafiqs Hariris, vinni afgerandi sigur.

Sektaður fyrir að veifa riffli

Maður á þrítugsaldri, sem gekk um Akureyrarbæ og veifaði veiðiriffli í júlí í fyrra með þeim afleiðingum að sérsveitin var kölluð út, hefur verið dæmdur í 30 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Norðurlands fyrir brot á vopnalögum.

Sjá næstu 50 fréttir