Erlent

Talar opinskátt um smit sitt

Ríkisútvarpið í Mið-Afríkulýðveldinu skýrði frá því að borgarstjórinn í Bangui, höfuðborg landsins, hefði gengið í hjónaband með ástkonu sinni til margra ára. Þau eru bæði alnæmissmituð, og var opinskátt sagt frá því í útvarpinu sem þykir afar óvenjulegt þar í landi. Alnæmi hefur verið mikið feimnismál þar eins og víðar í Afríkuríkjum, þrátt fyrir það hversu útbreiddur sjúkdómurinn er í álfunni. "Dauðinn er ekki vís þrátt fyrir alnæmissmit," sagði Bernard Christian Miangue, borgarstjórinn sem loks kvæntist sinni heittelskuðu Clementine á laugardaginn og fer ekkert í felur með smit þeirra beggja



Fleiri fréttir

Sjá meira


×