Fleiri fréttir

Frakkar hafna stjórnarskrá ESB

Frakkar hafa hafnað stjórnarskrá Evrópusambandsins með afgerandi hætti ef marka má útgönguspár sem birtar voru skömmu eftir að kjörstöðum var lokað í París og Lyon klukkan átta að íslenskum tíma. Samkvæmt útgönguspánum neituðu á milli 55 og 58 prósent Frakka að samþykkja stjórnarskrána, en kjörsókn er sögð á bilinu 70-80 prósent. Ekki er búið að greina frá endanlegum niðurstöðum en það verður gert síðar í kvöld.

Úthafskarfi í hættu vegna ofveiði

Úthafskarfastofnarnir eru í hættu vegna ofveiði og ofveiðin leiðir til verðhruns á mörkuðum. Hvort tveggja er alvarlegt fyrir Íslendinga því að veiðarnar hafa skilað þjóðarbúinu þremur til fjórum milljörðum króna árlega. Á sama tíma eru sjóræningjar að útmá stofninn á Reykjaneshrygg.

Hótel opnað eftir tæpar tvær vikur

Radisson Sas 1919 í gamla Eimskipahúsinu verður opnað 10. júní næstkomandi með pompi og prakt. Andri Már Ingólfsson, eigandi hótelsins, segir að um glæsilegasta hótel Íslands sé að ræða og fékk fréttastofa Stöðvar 2 að kíkja inn, nú þegar verið er að leggja lokahönd á verkið.

Máluðu Vík rauða

Lögreglan á Vík í Mýrdal þurfti að hafa talsverð afskipti af gestum á mótorkrossmóti sem þar fór fram.</font /></font />

Könnunin segir ekkert um launamun

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst hafi að öllum líkindum viljað vekja athygli á útskriftinni og stofnun rannsóknarmiðstöðvar, með þeim ummælum sínum að íslenskt atvinnulíf meti konur ekki til jafns við karlmenn með sömu menntun.

Sex daga stríðið um yfirráð í VÍS

Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni að hætta við einkavæðingu bankanna ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum. Björgólfur Guðmundsson fundaði með S-hópnum um afdrif VÍS áður en hann keypti Landsbankann.

Lá við stjórnarslitum vegna VÍS

Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni að hætta við einkavæðingu bankanna fengi Samson að kaupa VÍS með Landsbankanum. Davíð hefði þá slitið ríkisstjórnarsamstarfinu því að Halldór hefði brotið gegn stjórnarsáttmálanum. S-hópurinn tókst á við Landsbankann um yfirráðin í VÍS og kallar þau "Sex daga stríðið um VÍS". </font /></b />

Ekkert fjarveruslys í rúmt ár

Ekkert fjarveruslys hefur orðið í álveri Alcan í Straumsvík í rúmt ár eða í samtals eina milljón vinnustunda. Hefur aldrei liðið jafnlangur tími hjá fyrirtækinu án fjarveruslyss en þá er átt við slys sem veldur því að starfsmaður getur ekki mætt til vinnu næsta dag.

Sala bankanna verði rannsökuð

Stjórnarandstaðan segir greinar Fréttablaðsins um sölu ríkisbankanna staðfesta vafasöm vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar voru úti á landi og náðist ekki í þá.

R-lista viðræðum verður framhaldið

Vinstri hreyfingin grænt framboð vill halda áfram viðræðum um framtíð R-listans í Reykjavík. Félagsfundur hjá VG í Reykjavík samþykkti ályktun þessa efnis í gær en ljóst er að flokkurinn leggur þunga áherslu á jafna skiptingu sæta á hugsanlegum framboðslista R-listans. 

Stjórnarandstæðingar bæta við sig

Fyrsti hluti líbönsku þingkosninganna hófst í gær en þá var kosið í höfuðborginni Beirút. Búist er við að andstæðingar Sýrlendinga muni auka hlut sinn verulega á líbanska þinginu.

Frakkar höfnuðu sáttmálanum

Frakkar höfnuðu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins með afgerandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fór í gær. Úrslitin eru reiðarslag fyrir Jacques Chirac, forseta landsins, og draga auk þess úr líkunum á að sáttmálinn taki gildi í óbreyttri mynd.

Tók son sinn í gíslingu

Maður ruddist inn á sjúkrahús í Blekinge í Karlskrona-héraði í Svíþjóð í gær og tók son sinn í gíslingu. Hann hótaði að kveikja í sér og syninum.

Frakkar sögðu nei við Chirac

Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sáttmálans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðningsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu.

Íslenskukrafan ekki til að stjórna

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ósammála þeirri skoðun Guðrúnar Guðmundsdóttur mannfræðings, sem kom fram í Fréttablaðinu í gær, að krafan um íslenskukunnáttu sé leið til að hafa betri stjórn á fólki.

Saga Sellafield öll?

Nú er komið í ljós að 83.000 lítrar af mjög geislavirkum vökva láku úr ónýtri leiðslu í Thorp-kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield í allt að níu mánuði án þess að starfsmenn hennar yrðu þess áskynja.

Heimtir úr helju

Þrem kanadískum fjallgöngumönnum var bjargað á laugardaginn eftir að hafa orðið næstum því úti á Logan-fjalli, hæsta fjalli landsins, en það er skammt frá landamærunum við Alaska.

Al-Zarqawi hugsanlega í Íran

Talið er að Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi al-Kaída Írak, hafi yfirgefið landið. 25 fórust í árásum og átökum víða um landið í gær.

Handteknir fyrir hátækninjósnir

Átján manns hafa verið handteknir í Ísrael vegna gruns um iðnaðarnjósnir. Margir hinna handteknu eru háttsettir yfirmenn í ísraelskum fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækjum.

Biður samlöndum sínum griða

Georgi Parvanov, forseti Búlgaríu, er staddur í Líbíu til að biðja samlöndum sínum griða en þeir eru ásakaðir um að hafa smitað yfir 400 líbísk börn af HIV-veirunni. Fimmtíu þeirra eru þegar dáin.

Bjart veður næstu daga

"Það verður mjög rólegt veður, væntanlega mjög bjart en engin veruleg hlýindi að sjá enn sem komið er," segir Theódór Hervarsson veðurfræðingur um horfur næstu daga.

Fagnar frestun ráðherra

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fresti fyrirhugaðri styttingu stúdentsnámsins.

Forsetar ræðast við

A. P. J. Abdul Kalam, forseti Indlands, kom til landsins í gær í fyrstu opinberu heimsókn indversks forseta til Íslands. Kalam hittir Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum fyrir hádegi í dag.

Stefán vann prestskosinguna

Stefán Már Gunnlaugsson hefur verið kjörinn sóknarprestur á Hofi í Vopnafirði með 58 prósentum atkvæða. Þrír voru í köri auk Stefáns, þau séra Brynhildur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur.

Segja al-Zarqawi við góða heilsu

Hryðjuverkaleiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi er sagður við góða heilsu, samkvæmt upplýsingum sem al-Qaida hefur birt á Netinu. Al-Zarqawi, sem varð fyrir skoti á laugardag, hefur því aftur tekið til starfa. Hann stjórnar hinu heilaga stríði, segir í tilkynningu al-Qaida. Al-Zarqawi og liðsmenn hans eru sagðir bera ábyrgð á fjölda blóðugra árása í Írak.

Sótti slasaðan vélsleðamann

Vélsleðaslys varð við skálann Jaka á Langjökli um tíuleytið í gærkvöldi þegar maður ók vélsleða fram af um metra hárri snjóhengju. Maðurinn slasaðist það mikið við fallið að læknir í Borgarnesi kallaði þyrlu Landhelgisgæslunnar út. TF-LIF lenti við Borgarspítalann með hinn slasaða um hálftólfleytið í gærkvöld en ekki er unnt að fá upplýsingar um líðan mannsins eða hversu alvarlega slasaður hann er.

Sprengjuárásir í Indónesíu

Að minnsta kosti 21 lét lífið og tugir særðust þegar tvær sprengjur sprungu á fjölförnum götumarkaði í bænum Tentena í Indónesíu í morgun. Meirihluti bæjarbúa Tentena, sem er á eyjunni Sulawasi, er kristinn. Í þessum sama bæ létust 2000 manns í átökum kristinna og múslíma, átökum sem stóðu í þrjú ár eða þar til samkomulag var gert milli fylkinganna árið 2001.

Eldur í bifreið í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi fékk tilkynningu um eld í bifreið á Smiðjuveginum um hálffjögurleytið í nótt og var bifreiðin alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn. Þá skemmdist einnig lakk bifreiðar við hliðina á þeirri sem kviknaði í mikið. Lögreglan segir eldsupptök vera ókunn en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.

Þrír teknir fyrir ölvunarakstur

Þrír voru stöðvaðir í Hafnarfirðinum grunaðir um ölvun við akstur í nótt. Lögreglan segir mennina alla hafa virst töluvert ölvaða og verða þeir allir ákærðir. Enginn þurfti þó að gista fangageymslur lögreglunnar þessa nótt. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni um land allt, þar á meðal lögreglunni í Reykjavík, og í raun óvenju róleg miðað við árstíma.

Impregilo greiddi 123 þúsund

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Austfjarðarleið tæplega 123 þúsund krónur vegna vanefnda í sambandi við rútuakstur með starfsmenn fyrirtækisins í hádeginu. Ranghermt var í frétt í gær að Impregilo hefði verið dæmt til greiðslu tæplega sex milljóna króna og kom það af mislestri á dómsorði þar sem láðist að draga innborganir frá. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á því.

Fasteignasali myrtur í Írak

Eigandi fasteignasölu í Bagdad, höfuðborg Íraks, var skotinn til bana seint í gærkvöld. Tveir aðrir særðust í skotárásinni sem átti sér stað þegar eigandinn, Sheikh Samir Abdul Razziq, var að loka. Árásarmennirnir skutu hann úr bíl sem lagt hafði verið fyrir framan stofuna. Ekkert er vitað um ástæðu árásarinnar.

Japanskur gísl í Írak myrtur

Uppreisnarhópur í Írak, sem haldið hefur Japana í gíslingu frá því snemma í mánuðinum, greindi frá því í morgun að hann hefði tekið manninn af lífi. Hópurinn sendi frá sér myndband af líkinu af Japananum Akihiko Saito á Netinu því til staðfestingar og hefur bróðir hans staðfest að líkið sé af honum.

Árás tengist ekki trúarátökum

Að minnsta kosti 22 létu lífið og um fjörutíu særðust þegar tvær sprengjur sprungu á götumarkaði á eyjunni Sulawasi í Indónesíu í morgun. Varaforseti landsins neitar því að árásin tengist átökum kristinna og múslima á svæðinu. Enn hefur enginn lýst sig ábyrgan fyrir ódæðinu.

Eitt skipanna reyndist draugaskip

Eitt af sjóræningjaskipunum sjö á karfaslóð við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg er draugaskip; það er ekki að finna í viðurkenndum skipaskrám. Öll sigla þau hins vegar undir fána Dominíku í Karíbahafinu. Kristján Þ. Jónsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, segir verið að kortleggja sjóræningjaveiðarnar og verslun með afla.

Sprengjuhótun við grafhýsi Francos

Lögregla á Spáni rannsakar nú hvort skæruliðasamtök Baska, ETA, hafi komið fyrir sprengju við grafhýsi Franciscos Francos, fyrrverandi einræðisherra Spánar, nærri Madríd. Tilkynning þess efnis barst baskneska dagblaðinu <em>Gara</em> í morgun og eru sérsveitir lögreglu á staðnum að kemba svæðið.

Sjálfsmorðsárásir í Norður-Írak

Fimm létust og að minnsta kosti 45 særðust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum fyrir utan sameiginlega herstöð Íraka og Bandaríkjamanna í bænum Sinjar í Norður-Írak í morgun. Vitni segja að árásarmennirnir hafi sprengt sig í loft upp með stuttu millibili við hlið herstöðvarinnar, en flestir hinna særðu voru starfsmenn stöðvarinnar og írakskir hermenn.

Beðið verði fyrir Aroni Pálma

Biskupsstofa hefur sent öllum prestum landsins beiðni um að mál Arons Pálma Ágústssonar verði gert að sameiginlegu bænarefni við guðþjónustu í kirkjum landsins á morgun eða við aðrar helgistundir í kirkjunum næstu daga þar sem beðið verði fyrir velferð hans og skjótri heimkomu. Er þetta gert að ósk RJF-hópsins, stuðningshóps Arons Pálma.

Helmings launamunur eftir útskrift

Karlar sem útskrifast frá Viðskiptaháskólanum að Bifröst geta vænst þess að fá nærri 50 prósentum hærri laun en konur í sömu stöðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem háskólinn gerði á stöðu og störfum fólks sem nýlega hefur úrskrifast og Runólfur Ágústsson, rektor skólans, kynnti í útskriftarræðu í dag.

Reykingabann í Belgíu 2007

Reykingar verða bannaðar á veitingastöðum í Belgíu árið 2007 ef frumvarp sem heilbrigðisráðherra landsins hyggst leggja fram nær fram að ganga. Heilbrigðisráðuneytið í Belgíu staðfesti við fjölmiðla í dag að líklegt væri að samkomulag næðist um frumvarpið á mánudag og tekur reykingabannið þá gildi um áramótin 2006-2007.

Annan heimsækir búðir í Darfur

Tugir þúsunda tóku á móti Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, þegar hann heimsótti Kalma-flóttamannabúðirnar í Darfur-héraði í dag. Búðirnar eru þær stærstu í héraðinu en þar hafast um 120 þúsund manns við og reiða sig algjörlega á mataraðstoð og önnur hjálpargögn frá Sameinuðu þjóðunum og ýmsum hjálparsamtökum.

Vilja halda í vaxtabótakerfið

Ungir framsóknarmenn leggjast gegn því að vaxtabótakerfið verði afnumið. Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna segir í ályktun að vaxtabætur séu eitt besta tækifæri sem stjórnvöld hafa til að hjálpa fólki við að koma sér þaki yfir höfuðið.

Vaxtabótakerfið verði ekki afnumið

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna varar við hugmyndum um afnám vaxtabótakerfisins í ályktun sem félagið sendir frá sér í dag. Þar segir einnig að vaxtabæturnar séu eitt besta tæki sem hið opinbera hafi komið á til að hjálpa einstaklingum til að koma sér þaki yfir höfuðið og dragi þar með úr útgjöldum til húsaleigubóta til lengri tíma litið.

Tafir á flugi vegna verkfalls

Flug bæði frestaðist og var aflýst á Ítalíu í dag þegar ítalskir flugumferðarstjórar lögðu niður vinnu í fjóra tíma vegna kjaradeilu við stjórnvöld. 196 flugum á vegum Alitalia, flestum til útlanda, var afllýst vegna verkfallsins en deilt er um túlkun kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári.

Big Ben stöðvaðist í gærkvöld

Ein frægasta klukka í heimi, Big Ben í Lundúnum, stöðvaðist í gærkvöld í rúmlega eina og hálfa klukkustund án þess að nokkur skýring hafi fundist á því. Litli vísirinn hætti að ganga rétt rúmlega tíu að staðartíma en fór svo hægt af stað aftur þar til hann stöðvaðist aftur 22.20 og var þá stopp í einn og hálfan tíma.

Kosning um stjórnarskrá hafin

Þjóðaratkvæðargreiðsla um stjórnarskrá Evrópusambandsins hófst í dag á eyjum víða um heim sem heyra undir Frakkland en kosið verður í Frakklandi á morgun. Talið er líklegast að Frakkar hafni stjórnarskránni en síðustu skoðanakannanir, sem gerðar voru í gær, hafa verið nokkuð misvísandi.

Sjá næstu 50 fréttir