Erlent

Páfi heimsótti Bari í dag

Hinn nýi páfi, Benendikt sextándi, fór í sína fyrstu embættisferð út fyrir Róm í dag, en þá sótti hann ráðstefnu í Bari og messaði þar. Rúmlega 200 þúsund manns sóttu messuna sem eins og gefur að skilja fór fram utan dyra, en mikil öryggisgæsla var á svæðinu og var mörgum götum í miðborg Bari lokað vegna komu páfa. Heimsókn Benedikts páfa stóð þó aðeins í þrjá tíma en þess má geta að hann mun heimsækja heimaland sitt, Þýskaland, í fyrstu ferð sinni sem páfi til útlanda í ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×