Erlent

Umsátri lauk með uppgjöf

Umsátrinu vegna gíslatökunnar á sjúkrahúsinu í Blekinge í Karlskrona í Svíþjóð lauk með farsælum hætti um hádegisleytið í gær. Aserskur flóttamaður hafði ráðist inn á sjúkrahúsið rúmum sólarhring áður, en þar var sonur hans vistaður. Aserinn var með nokkra lítra af bensíni í farteskinu og hótaði hann að kveikja í sér og syninum. Í gærmorgun lét hann hinsvegar son sinn lausan og tveimur klukkustundum síðar gafst hann sjálfur upp. Ástæðan fyrir þessum örþrifaráðum mannsins er sú að honum og fjölskyldu hans á að vísa úr landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×