Fleiri fréttir

Vilja fjölga nektarströndum

Svo virðist sem nektarsinnum fari fjölgandi í Noregi því yfirvöld í bæði Þrándheimi og Stafangri hafa fengið beiðnir um að opna nýjar nektarstrendur í bæjunum. <em>Aftenposten</em> greinir frá því að meðlimum í Nektarsinnafélagi Rogalands hafi fjölgað jafnt og þétt undanfarið ár og því hafi félagið óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Stafangri að ný nektarbaðstönd verði opnuð í bænum.

Fundu lík af tíu sjítum

Lögregla í Írak greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík af tíu sjítum nærri bænum Qaim við landamæri Sýrlands. Bundið hafði verið fyrir augun á fólkinu og það skotið í hausinn en auk þess báru líkin merki um pyntingar. Talið er að fólkið sé frá Suður-Írak og hafi verið að koma úr pílagrímsferð til Sýrlands þegar ráðist var á það.

Guðfríður endurkjörin formaður SÍ

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var einróma endurkjörin forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins sem fram fór í dag. Í tilkynningu frá sambandinu segir að jákvæðar og líflegar umræður hafi farið fram á fundinum um stöðu skákarinnar, stefnu sambandsins og áframhaldandi uppbyggingu æskulýðsstarfs.

Munar 50% á launum kynjanna

Þrátt fyrir að konur tvöfaldi laun sín og rúmlega það eftir nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst munar samt nær fimmtíu prósentum á launum þeirra og launum karla eftir útskrift.

Vilja innanflokksprófkjör

Lagt verður til á félagsfundi Vinstri-grænna í Reykjavík í dag að innanflokksprófkjör verði notað til að velja sex efstu frambjóðendur flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík næsta vor. Skiptir þá engu hvort flokkurinn býður fram undir eigin nafni eða í samstarfi við hina flokkana sem í dag standa að Reykjavíkurlistanum.

Gæti orðið mjótt á munum

Mjög mjótt er á mununum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrá Evrópusambandsins samkvæmt síðustu skoðanakönnun sem birt var í gær. Samkvæmt henni segja 52 prósent Frakka nei við stjórnarskránni en 48 prósent já.

Vill henda kosningakerfunum

Best væri að henda rafrænum kosningakerfum sem keypt voru eftir forsetakosningarnar árið 2000 og kaupa í þeirra stað skanna sem flokka og telja atkvæðaseðla. Þetta er mat Lester Sola, yfirmanns kosningakerfisins í Miami-Dade sýslu, sem var í brennidepli vegna talningar atkvæða í kosningabaráttu George W. Bush og Al Gore.

Kosið um arfleifð Hariri

Líbanar ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér nýtt þing í fyrsta sinn eftir að Sýrlendingar hurfu frá landinu með hermenn sína og leyniþjónustu.

Ástandið betra en ekki eðlilegt

Ástandið í Darfur hefur batnað en stjórnvöld á svæðinu þurfa að gera meira til að bæta aðstöðu þeirra hundruð þúsunda einstaklinga sem hafa flúið ofbeldi í héraðinu. Þetta sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, þegar hann kom í dagslanga heimsókn til Darfurhéraðs í Súdan í gær.

Niður úr krana eftir rúma tvo daga

Bandarískur ógæfumaður um fertugt flúði lögregluna upp í 50 metra háan byggingakrana. Það tók meira en tvo sólarhringa að ná honum niður.

Styttingu náms frestað um eitt ár

Styttingu framhaldsskólanáms verður frestað um eitt ár. Endurskoðuð námsskrá tekur gildi árið 2009. Grunnskólar fá þannig lengri tíma til að undirbúa sig fyrir breytingarnar á framhaldsskólastigi. Menntamálaráðherra tilkynnti þetta í dag.

Þyrla upp á Grafarvogskirkju

Þyrla var hífð upp á þak Grafarvogskirkju í dag. Tilefnið er flugmessa sem verður í kirkjunni á morgun. Að sögn séra Vigfúsar Þórs Árnasonar var TF-LÍF of stór til að lenda á þakinu svo að minni þyrla var fengin til að skreyta kirkjuna. TF-LÍF mun hins vegar flytja presta og tónlistarfólk til messu í fyrramálið og lenda með það á hlaðinu.

Styttingu framhaldsnáms seinkar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri styttingu á námi til stúdentsprófs um eitt ár. Það þýðir að ný námsskrá tekur gildi haustið 2009 í stað 2008 eins og stefnt var að. 

Innflytjendum mismunað eftir stöðu

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur segir Íslendinga gera mismunandi kröfur til íslenskukunnáttu innflytjenda eftir menntun og stöðu þeirra í samfélaginu.

Sænskur biskup braust inn

Biskupinn í Stokkhólmi hefur verið kærður fyrir innbrot og brot gegn friðhelgi heimilisins.

Smánarblettur á atvinnulífi

Konur, sem hafa útskrifast frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst, eru að meðaltali með tæplega helmingi lægri laun en karlar sem útskrifast með sama próf frá sama skóla. Rektor viðskiptaháskólans segir þetta smánarblett á atvinnulífinu og hyggst grípa til aðgerða.

Vísar gagnrýni borgarstjóra á bug

Leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík vísar alfarið á bug gagnrýni borgarstjóra á hugmyndir þeirra um framtíðarskipulag í borginni. Þær byggist hvorki á hugmyndum annarra né leiði til hærra lóðaverðs.

Reyna að hindra löndun

Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum.

Vill fjölga yngri áhorfendum

Meðalaldur þeirra sem eiga árskort í Þjóðleikhúsinu er sextíu og tvö og hálft ár og fer hækkandi. Þeir, sem yngri eru, fá sér mun síður árskort. Þjóðleikhússtjóri segir að við þessu verði brugðist með aukinni fjölbreytni.

Litblindir hlusta á litrófið

Litblindir geta hlustað á litrófið með hjálp tækis, sem gerir þeim kleift að greina í sundur mismunandi liti með hljóðmerkjum. Litblindur listmálari er sá fyrsti sem notar tækið og má ímynda sér að verkin fái aukna dýpt og verði aðgengilegri þeim sem skynja liti.

Mesta aðsókn í 17 ár hjá LA

Skuldir Leikfélags Akureyrar hafa minnkað um helming frá fyrra ári. Leikhússtjórinn gerir ráð fyrir að félagið verði skuldlaust árið 2006 en aðsókn hefur ekki verið meiri í sautján ár.

Mikill erill hjá lögreglunni

Töluverður erill var hjá lögreglunni á Vík í Mýrdal, vegna mótorkrossmóts sem staðið hefur yfir um helgina. Þrjú slys hafa orðið á ökumönnum bifhjóla. Einn ökumaður ökklabrotnaði, annar fór úr axlarlið og sá þriðji slapp með minni háttar meiðsl.

Gekk vel fyrir sig

Flugslysaæfing var haldin á Akureyrarflugvelli um helgina. Yfir þrjú hundruð manns tóku þátt í æfingunni og voru heilbrigðisstarfsfólk, björgunarsveitir, lögreglan, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, að ógleymdum miklum fjölda fólks sem lék slasaða, í aðalhlutverkum.

Nýr prestur kynntur í dag

Prestskosningar í Hofsprestakalli í Múlaprófastsdæmi fóru fram í gær, í safnaðarheimilinu á Vopnafirði. Fimm umsækjendur voru um stöðuna,

Um þúsund fuglar drápust úr flensu

Að minnsta kosti þúsund farfuglar hafa drepist í Kína af völdum fuglaflensu samkvæmt upplýsingum frá kínverska landbúnaðarráðuneytinu en það er fimm sinnum meira en upphaflega var haldið fram. Fuglarnir sem drápust voru í norðvesturhluta landsins. Fyrr í vikunni lokuðu stjórnvöld af stór náttúruverndarsvæði og sendu meira en þrjár milljónir skammta af bóluefni til héraðsins eftir að farfuglar fundust þar dauðir.

Alvarlegt umferðarslys í Hvalfirði

Sjúkrabílar og lögregla eru nú á leið í Hvalfjörð, en tilkynnt var um alvarlegt umferðarslys þar. Upplýsingar um slysið eru takmarkaðar en þó er vitað að um árekstur er að ræða.

Mannskæð árás í Islamabad

Að minnsta kosti 20 manns létust og allt að 150 manns særðust er sprengja sprakk í Islamabad, höfuðborg Pakistans, rétt fyrir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. Um sjálfsmorðsárás var að ræða en þær hafa verið tíðar í landinu að undanförnu. Unnið er að björgunaraðgerðum.

Flugvél nauðlenti á bílastæði

Flugmaður flugvélar af gerðinni Dornier Do 27 neyddist til að nauðlenda á bílastæði nálægt borginni Speyer í Þýskalandi í morgun eftir að vélarbúnaður flugvélarinnar bilaði. Alls voru sex farþegar í vélinni, þar af fjögur börn, og sluppu allir án teljandi meiðsla.

Bíll valt á Hafnarfjarðarvegi

Einn maður slasaðist þegar bíll hans valt á Hafnarfjarðarvegi laust fyrir klukkan hálfsjö í morgun. Bílnum var ekið norður Hafnarfjarðarveg og valt hann rétt sunnan við Nesti í Fossvogi. Bíllinn fór tvær veltur. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á slysadeild. Ekki er talið að hann hafi slasast alvarlega.

Ástralar reiðir vegna dóms á Balí

Mikil reiði ríkir í Ástralíu í kjölfar dóms á Balí yfir áströlsku konunni Schapelle Corby sem í morgun var dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir að reyna að smygla liðlega fjórum kílóum af marijúana til eyjarinnar. Corby heldur fram sakleysi sínu og að fíkniefnunum hafi verið komið fyrir í farangri hennar en ekki var lagður trúnaður á þá sögu.

Herþyrla skotin niður í Írak

Tveir bandarískir hermenn létust er þyrla þeirra brotlenti norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag eftir að skotið var á hana. Tvær OH-58 Kiowa þyrlur voru á flugi á þessum slóðum þegar skotið var á þær. Önnur þyrlan komst aftur til bækistöðva sinna en hin brotlenti sem fyrr segir með þeim afleiðingum að flugmennirnir létust.

Fangi dregur fullyrðingar til baka

Fangi, sem hélt því fram að bandarískur fangavörður í fangabúðunum við Guantanamo-flóa hefði sturtað Kóraninum niður um salerni, hefur tekið fullyrðingar sínar til baka. Þetta segir háttsettur maður í bandaríska hernum. Ásakanir um að Kóraninn, sem er helgasta rit múslima, hafi verið vanhelgaður hafa valdið miklu uppnámi í Afganistan.

Íran boðin aðild að WTO

Íran hefur verið boðin aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni eftir að leiðtogar ríkisins funduðu með leiðtogum Evrópusambandsins í gær. Bandaríkjamenn ætla ekki að koma í veg fyrir að Íran fái aðild að stofnuninni en með þessu er vonast til að Íran hætti við áform sín um framleiðslu kjarnavopna.

Serbi handtekinn í Argentínu

Yfirvöld í Argentínu hafa handtekið Serbann Neboidsja Minidsj sem grunaður er um að hafa átt þátt í þjóðarmorðum í Kosovo-stríðinu árið 1999. Yfirvöld í Argentínu hafa beðið Serbíu um öll gögn um Minidsj sem var handtekinn á miðvikudag í borginni Mendoza. Minidsj er ekki eftirlýstur af Sameinuðu þjóðunum vegna stríðsglæpa en er þó á lista í Serbíu þar sem mörg mál að þessu tagi eru rannsökuð.

Björguðu trillu út af Látrabjargi

Björgunarsveitin á Patreksfirði bjargaði í morgun sex tonna trillu sem varð aflvana eina og hálfa sjómílu suður af Látrabjargi. Vörður, björgunarbátur félagsins, var kallaður út klukkan sex í morgun og var kominn að bátnum um tveimur klukkustundum síðar og er nú að draga hann til Patreksfjarðar.

Tveggja bíla árekstur í Hvalfirði

Sjúkraflutningamenn og lögregla eru enn á slysstað í Hvalfirði þar sem varð alvarlegt umferðarslys laust fyrir klukkan níu í morgun, vestan við Fell í Hvalfirði. Upplýsingar af slysinu eru af skornum skammti en þó er vitað að tveir bílar lentu þar í árekstri. Vegfarendur komast þó um fjörðinn með því að fara Eyrarfellsveg.

Þjóðverjar samþykkja stjórnarskrá

Efri deild þýska þingsins samþykkti fyrir stundu stjórnarskrá Evrópusambandsins eins og búist hafði verið við. Allir meginstjórnmálaflokkar Þýskalands höfðu lýst stuðningi við stjórnarskrána. Heldur syrtir hins vegar í álinn í Frakklandi þar sem hlutfall þeirra sem hyggjast greiða atkvæði gegn stjórnarskránni hefur hækkað um fimm prósentustig í þessum mánuði.

Kynnir sér vísindi, orku og lyf

Indlandsforseti mun kynna sér sérstaklega viðvörunarkerfi vegna aðsteðjandi jarðskjálfta og aðra náttúruvá í Íslandsheimsókn sinni sem hefst á mánudag. Heimsóknin stendur í tvo daga en þetta er í fyrsta sinn sem forseti Indlands kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Einnig mun hann kynna sér samvinnu Íslendinga og Indverja á sviði lyfjaþróunar og lyfjaframleiðslu sem og nýtingu jarðhita og hvaða lærdóm Indverjar geti dregið af íslenska vetnisverkefninu.

Réðust inn á heimili vegna leiks

Fótboltinn getur leikið menn grátt og það gerðist á Vesturbakkanum á miðvikudagskvöld. Þá réðst hópur ísraelskra hermanna inn á heimili palestínskrar fjölskyldu og ruddi sér leið að sjónvarpstækinu á heimilinu. Þegar þeir höfðu náð fjarstýringunni á vald sitt stilltu þeir á úrslitaleik AC Milan og Liverpool og fylgdust með leiknum.

Ávarps Chiracs vakti litla lukku

Jacques Chirac, forseti Frakklands, gerði í gærkvöldi örvæntingafulla tilraun til að sannfæra landa sína um að styðja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Ávarpið þótti ömurlegt.

Aðstoða bát uppi í fjöru

Varðskip og tvö björgunarskip eru á leið til lands með bát sem hafnaði uppi í fjöru við Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi. Einn maður var á bátnum en ekki fengust upplýsingar um hann fyrir fréttir. Í sjálfvirku kerfi tilkynningarskyldunnar sást að báturinn var kominn upp í fjöru og voru björgunarskip frá Bolungarvík og Ísafirði send af stað sem og varðskip sem var á þessum slóðum og er báturinn nú í togi.

Börnum líði vel í leikskólanum

Um mánaðamótin sameinast Leikskólar Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð í nýtt menntasvið Reykjavíkurborgar. Samhliða því mun Bergur Felixson, sem verið hefur í forsvari leikskólanna í Reykjavík í samfellt 30 ár, láta af starfi. Á fréttamannafundi í morgun kynnti Bergur könnun sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna í Reykjavík þar sem fram kom að 99 prósent foreldra telja að börnum þeirra líði vel í leikskólanum.

Meiðyrðamál tekið fyrir í dag

Meiðyrðamál Marcos Branacchia, fyrrverandi tengdasonar Jóns Baldvins Hannibalssonar, sendiherra í Finnlandi, var tekið fyrir í lokuðu þinghaldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marco höfðaði málið vegna ummæla sem Jón Baldvin lét falla í viðtali við DV þar sem hann hélt því fram að Marco hefði hótað fjölskyldunni lífláti. Marco hefur staðið í harðvítugu forsjármáli síðustu ár gegn dóttur Jóns Baldvins.

Efni gerir drengi kvenlegri

Efni sem notað er í plastpoka, leikföng og snyrtivörur hefur alvarleg áhrif á þroska drengja í móðurkviði. Efnið veldur því að kynfæri þroskast ekki eðlilega og drengirnir verða kvenlegri.

Vinnulyfta hrundi af þriðju hæð

Vinnulyfta með tveimur mönnum hrundi niður af þriðju hæð á fjölbýlishúsi við Hátún í Reykjavík á tólfta tímanum í dag. Annar mannann náði að halda sér og skríða inn á svalir en hinn féll með lyftunni niður. Hann var fluttur á slysadeild. Ekki er ljóst hversu alvarlega hann er slasaður en þó vitað að hann er beinbrotinn.

Sjá næstu 50 fréttir