Erlent

Japanskur gísl í Írak myrtur

Uppreisnarhópur í Írak, sem haldið hefur Japana í gíslingu frá því snemma í mánuðinum, greindi frá því í morgun að hann hefði tekið manninn af lífi. Hópurinn sendi frá sér myndband af líkinu af Japananum Akihiko Saito á Netinu því til staðfestingar og hefur bróðir hans staðfest að líkið sé af honum. Saito var í eftirlitsferð ásamt hópi starfsmanna hjá bresku öryggisfyrirtæki í vesturhluta Íraks 8. maí síðastliðinn þegar menn á vegum Herdeildar Ansar al-Sunna, eins skæðasta uppreisnarhóps í Írak, réðust gegn þeim. Alls er talið að ellefu hafi fallið í árásinni en Saito var tekinn höndum illa særður. Höfðu andspyrnumennirnir hótað að drepa hann hyrfu Japanar ekki með herlið sitt frá Írak en japanska ríkisstjórnin þvertók fyrir það. Uppreisnarmennirnir stóðu því hótun sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×