Erlent

Sprengjuhótun við grafhýsi Francos

Lögregla á Spáni rannsakar nú hvort skæruliðasamtök Baska, ETA, hafi komið fyrir sprengju við grafhýsi Franciscos Francos, fyrrverandi einræðisherra Spánar, nærri Madríd. Tilkynning þess efnis barst baskneska dagblaðinu Gara í morgun og eru sérsveitir lögreglu á staðnum að kemba svæðið. ETA hefur að undanförnu látið töluvert að sér kveða á Spáni en samtökin berjast fyrir sjálfstæði Baskalands. Fyrr í vikunni sprakk sprengja sem samtökin höfðu komu fyrir í Madríd með þeim afleiðingum að rúmlega 50 særðust, en þá barst Gara einnig við viðvörun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×