Erlent

Sjálfsmorðsárásir í Norður-Írak

Fimm létust og að minnsta kosti 45 særðust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum fyrir utan sameiginlega herstöð Íraka og Bandaríkjamanna í bænum Sinjar í Norður-Írak í morgun. Vitni segja að árásarmennirnir hafi sprengt sig í loft upp með stuttu millibili við hlið herstöðvarinnar, en flestir hinna særðu voru starfsmenn stöðvarinnar og írakskir hermenn. Þá var gerð bílsprengjuárás á írakska lögreglumenn í Tíkrít seint í gær og þar létust tveir óbreyttir borgarar og 24 særðust. Hátt í 700 Írakar hafa týnt lífi í árásum í Írak það sem af er mánuðinum og ekkert lát virðist ætla að verða á hildarleiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×