Erlent

Sprengjuárásir í Indónesíu

Að minnsta kosti 21 lét lífið og tugir særðust þegar tvær sprengjur sprungu á fjölförnum götumarkaði í bænum Tentena í Indónesíu í morgun. Meirihluti bæjarbúa Tentena, sem er á eyjunni Sulawasi, er kristinn. Í þessum sama bæ létust 2000 manns í átökum kristinna og múslíma, átökum sem stóðu í þrjú ár eða þar til samkomulag var gert milli fylkinganna árið 2001. Frá þeim tíma hafa átök orðið öðru hverju en árásin í morgun er meðal þeirra mannskæðustu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×