Erlent

Annan heimsækir búðir í Darfur

Tugir þúsunda tóku á móti Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, þegar hann heimsótti Kalma-flóttamannabúðirnar í Darfur-héraði í dag. Búðirnar eru þær stærstu í héraðinu en þar hafast um 120 þúsund manns við og reiða sig algjörlega á mataraðstoð og önnur hjálpargögn frá Sameinuðu þjóðunum og ýmsum hjálparsamtökum. Íbúar í búðunum greindu Annan m.a. frá grimmdarverkum sem lögregla og arabaískir vígamenn hliðhollir stjórnvöldum hafa framið en þar hefur konum verið nauðgað og rúmlega fimmtíu manns verið drepnir. Fólkið í Kalma-búðunum er hópi tveggja milljóna manna sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín vegna átaka í héraðinu síðastliðin þrjú ár, en talið er að á milli 200 og 300 þúsund manns hafi látist vegna þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×