Fleiri fréttir

Hafna nýrri flugstöð

Höfuðborgarsamtökin hafna áformum um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Þau telja augljóst að framkvæmdin sé til þess fallin að festa flugstarfsemina þar í sessi.

Ruglað saman af ásettu ráði

Vera má að Abu Faraj al-Libbi sem handtekinn var í síðustu viku í Pakistan sé ekki eins hátt settur innan al-Kaída eins og stjórnvöld halda fram.

Stjórnin næði ekki meirihluta

Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir fá 29 þingmenn af 63 ef boðað yrði til kosninga nú. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur bæta aðeins við sig frá síðustu könnun.

Tveimur bjargað af sökkvandi báti

Tveimur skipverjum af línubátnum Ásdísi Ólöfu var bjargað í nótt eftir að leki kom að bátnum. Neyðarkall barst með sjálfvirku kerfi tilkynningaskyldunnar laust fyrir klukkan tvö en þá var báturinn um átta sjómílur norðvestur af Siglunesi. Reynt var að ná sambandi við bátinn en það tókst ekki. Þá var Sigurvin, björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, kallaður út og einnig þyrla Landhelgisgæslunnar auk þess sem bátar á þessum slóðum voru beðnir um að svipast um.

Særðist í árás í Írak

Íslenskur öryggisvörður slasaðist í sprengjuárás í Írak um helgina, að sögn fréttastofu <em>ATP</em>. Tuttugu og tveir létust í árásinni, sem beindist að bílalest öryggisfyrirtækisins CTU Consulting. Nærri 60 manns slösuðust og þeirra á meðal voru fimm erlendir öryggisverðir og að sögn <em>ATP</em> var einn þeirra íslenskur. Hinir fjórir voru frá Ástralíu og Bandaríkjunum. Enginn þeirra slasaðist lífshættulega og hafa allir utan einn þegar verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.

Stöðvaður með þýfi í Lækjargötu

Lögreglan í Reykjavík handtók ökumann bifreiðar í nótt eftir að ýmsir hlutir sem talið er að ekki hafi verið fengnir á löglegan hátt fundust í bíl hans. Maðurinn var stöðvaður við hefðbundið eftirlit klukkan hálftvö í Lækjargötu. Hann virtist vera undir áhrifum og í bílnum var ýmislegt, tölvubúnaður og fleira, sem grunur leikur á að sé þýfi.

Tveir hermenn felldir í Afganistan

Tveir bandarískir hermenn féllu í valinn í bardögum við skæruliða í Afganistan í gærkvöldi. Hópur hermanna leitaði nokkurra uppreisnarmanna nærri borginni Jalalabad þegar til átaka kom. Undanfarinn einn og hálfan mánuð hafa meira en hundrað manns látist í bardögum í Afganistan en í marga mánuði þar á undan var mjög rólegt í landinu.

Minnast fallinna í Moskvu

Meira en 50 þjóðarleiðtogar eru komnir til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að minnast 27 milljóna Sovétmanna sem létu lífið í seinni heimstyrjöldinni. Athöfnin í Moskvu í dag er lokahnykkur viðburða sem haldnir hafa verið um alla Evrópu um helgina til þess að minnast þess að sextíu ár eru frá lokum stríðsins.

Olíugjaldi mótmælt í dag

Fyrirhuguðu olíugjaldi verður mótmælt í Reykjavík í dag, en 1. júlí verður það hækkað þannig að verð á díselolíu hækkar verulega. Það eru ferðaklúbburinn 4X4, Félag hópferðaleyfishafa, Landssamband sendibílstjóra, Frami, stéttarfélag leigubílstjóra og Bifreiðastjórafélagið Átak sem standa fyrir mótmælunum.

Norðmenn örlátastir

Norðmenn gefa hlutfallslega mest allra þjóða til hjálparstarfs í fátækum löndum. Á síðasta ári námu framlög Norðmanna til hjálparstarfs 0,9 prósentum af landsframleiðslu þeirra. Næsthæst er hlutfallið í Danmörku og Lúxemborg, þar sem það nemur rúmlega 0,8 prósentum.

Annir á þingi í dag

Fjörtíu og þrjú mál eru á dagskrá Alþingis í dag, en fundur hefst nú klukkan hálfellefu. Stefnt er að því að þingstörfum ljúki á miðvikudaginn, 11. maí, en ekki er víst að það takist. Sum málanna sem taka á fyrir á þingi í dag eru umdeild og má þar nefna samkeppnislög, vatnalög auk laga um Ríkisútvarpið, fjarskiptalög og vegalög.

Suharto alvarlega veikur

Suharto, fyrrverandi forseti Indónesíu, er nú á gjörgæslu en hann var fluttur á sjúkrahús á fimmtudaginn var vegna veikinda. Að sögn lækna hefur honum blætt innvortis og eru taldar helmingslíkur á að hann nái sér. Suharto, sem er 83 ára, hefur átt við erfið veikindi að stríða frá árinu 1998 þegar honum var komið frá völdum vegna ásakana um spillingu og mannréttindabrot, en hann hafði þá verið við völd í Asíuríkinu í 32 ár.

Rafmagnslaust í kringum Sævarhöfða

Fyrir stundu varð háspennubilun í streng við Sævarhöfða. Rafmagnslaust er á svæði þar um kring og niður í Bryggjuhverfi. Unnið er að leit að bilun og viðgerð hefst strax og hún finnst. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur má reikna með að rafmagnslaust verði á þessu svæði í um 45 mínútur.

Mannskætt rútuslys í Perú

Þrjátíu og sjö létust og sautján slösuðust þegar rúta steyptist ofan í gil í Andesfjöllum í Perú í gær. Yfirvöld hafa ekki greint frá ástæðum slyssins en þeir sem komust af segja að erfið skilyrði, rigning og þoka, hafi valdið því að bílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún steyptist ofan í 300 metra djúpt gilið.

Átta milljónir í blokk á Bíldudal

Hæsta tilboð í ellefu íbúða fjölbýlishús á Bíldudal var átta milljónir króna, eða 6,6 prósent af brunabótamati. Þetta kemur fram í <em>Bæjarins besta</em>. Þar kemur fram að húsið sem er samtals 914 fermetrar á 1500 fermetra lóð hafi verið boðið til sölu og bárust fjögur tilboð. Tvö voru upp á fimm mílljónir, eitt upp á 7,8 og svo hæsta tilboðið upp á átta milljónir króna eins og fyrr segir.

Segja IRA hafa þjálfað Farc

Yfirvöld í Kólumbíu segja greinilegt að Írski lýðveldisherinn, IRA, hafi þjálfað skæruliðahreyfingar landsins og segjast sjá augljós merki þess að liðsmenn Farc, uppreisnarhreyfingarinnar, noti sömu aðferðir og IRA hefur notað á Norður-Írlandi. Nýjar aðferðir kólumbískra uppreisnamanna hafa komið þarlendum yfirvöldum á óvart.

Flugþjónustan hafi brotið lög

Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli braut gegn samkeppnislögum þegar hún gerði samning við flugfélagið LTU/International Airways. Þetta er samkvæmt úrskurði Samkeppnisstofnunar sem var birtur í morgun. Í úrskurðarorði segir að Flugþjónustunni sé óheimilt að gera eða framkvæma samninga um flugafgreiðslu vegna farþegaflugs á flugvellinunum sem feli í sér einkakaup á þeirri þjónstu félagsins og selja þá þjónustu á verði sem ekki stendur undir föstum og breytilegum kostnaði við hverja afgreiðslu.

Mataræði ömmu hefur líka áhrif

Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að matarræði ömmu hefur áhrif á það hvort barnabarnið fær sykursýki eða þjáist af offitu. Þetta er í fyrsta sinn sem í ljós koma slík bein áhrif yfir tvær kynslóðir. Vitað var að lélegt matarræði móður á meðgöngu hefur áhrif á líkurnar á sykursýki barnsins en nú bendir flest til þess að matarræði móðurömmunnar hafi líka áhrif.

Báturinn sökk mjög hratt

Tveir menn björguðust þegar línubáturinn Ásdís Ólöf sökk skyndilega norðvestur af Siglunesi í nótt. Neyðarkall barst frá bátnum laust fyrir klukkan tvö í nótt í gegnum sjálfvirkt tilkynningaskyldukerfi og reynt var að ná sambandi við bátinn en án árangurs.

Komu í veg fyrir rigningu á athöfn

Fallinna Sovétmanna úr heimsstyrjöldinni síðari er minnst á Rauða torginu í Moskvu í dag. Rússnesk yfirvöld beittu óhefðbundnum aðferðum til að koma í veg fyrir að það rigndi á alla þjóðarleiðtogana sem voru þar í sínu fínasta pússi.

Þinglok á miðvikudag?

Óvíst er hvort þinglok verði á miðvikudaginn eins og gert hefur verið ráð fyrir því mörg stór og umdeild mál bíða enn afgreiðslu Alþingis. Samkvæmt starfsáætlun eiga þingmenn að fara í frí á miðvikudaginn eftir eldhúsdagsumræður. Í morgun hefur verið tekist á um samkeppnislög sem stjórnarandstæðingar telja veikja eftirlit með samkeppni hér á landi.

Felldu 75 uppreisnarmenn í Írak

Bandarískir hermenn hófu í gær áhlaup á stöðvar uppreisnarmanna í vesturhluta Íraks, við landamæri Sýrlands. Að minnsta kosti 75 liggja í valnum, þar á meðal erlendir málaliðar.

Sluppu naumlega í Mosfellsbæ

Þrír piltar voru í hættu í gær þegar maður, sem sendur hafði verið af geðdeild, ók út af í Mosfellsbæ á bíl sem hann tók ófrjálsri hendi.

Ekki áhyggjur af færri gistinóttum

Hótelum fjölgar en gestunum ekki ef marka má tölur um fjölda gistinótta á fyrstu mánuðum ársins. Samtök ferðaþjónustunnar segja enga ástæðu til að örvænta.

Hættulegar kerrur á markaði

Tvær tegundir barnakerra sem til sölu eru í verslunum hérlendis geta verið lífshættulegar samkvæmt mati dönsku neytendastofnunarinnar.

Markmið náist ekki vegna olíuverðs

Háu dísilolíuverði verður mótmælt formlega í dag með hópakstri frá Holtagörðum að Alþingi. Þeir sem að mótmælunum standa segja markmið nýrra laga um dísilolíu ekki nást með þeim leiðum sem ríkisstjórnin vill fara.

Fékk bætur vegna samningsrofs

Ferðarskrifstofa Akureyrar var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd til að greiða fyrrverandi starfsmanni rúmar 6 miljónir króna vegna riftunar á kaupsamningi. Maðurinn var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri hjá ferðaskrifstofunni árið 2001 en var sagt upp störfum eftir að breytingar urðu á eignarhaldi fyrirtækisins.

Hættulegar barnakerrur á markaði

Tvær gerðir af barnakerrum sem eru á markaði hér á landi geta verið lífshættulegar börnum samkvæmt könnun dönsku neytendastofnunarinnar. Stofnunin gerði gæðakönnun á tíu mismunandi gerðum lítilla barnakerra í Danmörku og reyndust fimm af tíu hættulegar börnum. Þær sem fást hér eru Basson 207 og Brio Tridem samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu Neytendasamtakanna.

90 prósent landsmanna eiga farsíma

Níu af hverjum tíu Íslendingum eiga farsíma. Hins vegar veit innan við fimmtungur þeirra hvað mínútan í farsímtali kostar og enn færri hvað það kostar á hringja á milli síma hjá farsímafyrirtækjunum tveimur, Símanum og Og Vodafone. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Póst- og fjarskiptastofnun í apríl.

Viðvörunarkerfi fyrir haustið 2007

Yfirvöld í Indlandi greindu frá því í dag að búið yrði að koma upp fljóðbylgjuviðvörunarkerfi fyrir vestur- og austurströnd landsins í september 2007. Ríflega níu þúsund manns létust í landinu í flóðbylgjunni í Suðaustur-Asíu annan dag jóla og þrjú þúsund er enn saknað. Því hafa verið uppi háværar raddir um að koma upp viðvörunarkerfi á svæðinu til að koma í veg fyrir viðlíka mannfall ef flóðbygljur ríða yfir svæðið aftur.

Rafmagnslaust við Öskjuhlíð

Hápsennustrengur skemmdist í Öskjuhlíð um klukkan tvö í dag og varð rafmagnslaust í hluta af Hlíðahverfi, Suðurhlíðum og vestast í Fossvogi. Að sögn talsmanna Orkuveitunnar var vitað hvar bilunin varð og átti rafmagn að komast á eftir stutta stund.

Lög um RÚV og vatnalög í salt

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið og vatnalög verða sett í salt samkvæmt samkomlagi sem náðist nú fyrir nokkrum mínútum milli stjórnar og stjórnarandstöðu um lok þingstarfa. Þetta þýðir að önnur stjórnarfrumvörp munu renna í gegn, þar á meðal samkeppnislög og samgönguáætlun, en gert er ráð fyrir að Alþingi fari í sumarfrí á miðvikudag.

Vinnupallur hrundi við Kárahnjúka

Fjórir menn slösuðust þegar vinnupallur í nokkurra metra hæð féll til jarðar á virkjansvæðinu við Kárahnjúka um klukkan eitt í dag. Óstaðfestar fréttir herma að pallurinn hafi verið í rúmlega tíu metra hæð. Tveir mannanna voru fluttir alvarlega slasaðir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Athugað er með áverka hinna tveggja í sjúkraskýlinu á svæðinu.

Banna vespur vegna þjófnaða

Borgaryfirvöld í Napólí hafa tekið til þess ráðs að banna vespur í hinum sögufræga miðbæ borgarinnar. Þetta er gert til að reyna að fækka þjófnuðum og veita borgurum og ferðmönnum meira öryggi, en þjófar hafa um nokkurt skeið notað þessi faratæki á flótta undan lögreglunni. Erfitt hefur verið að hafa hendur í hári þjófanna auk þess sem vegfarendur eru í nokkurri hættu á meðan á flóttanum stendur.

Segir uppbyggingu varla hafna

Uppbyggingarstarf í Aceh-héraði er varla hafið, rúmum fjórum mánuðum eftir að héraðið varð mjög illa úti í flóbylgjunni annan dag jóla. Þetta segir yfirmaður indónesískrar stofnunar sem samhæfa á enduruppbyggingu í héraðinu. Sakaði hann indónesísk stjórnvöld um að draga lappirnar í hjálparstarfinu og hamla öllu starfi með skrifræði sem m.a. kemur í veg fyrir að hægt sé að dreifa því fé sem innlend og erlend stjórnvöld hafa heitið til uppbyggingar á svæðinu.

Tveir útlendingar illa slasaðir

Pólverji og Portúgali slösuðust alvarlega þegar vinnupallur sem þeir voru á féll niður um átta til tíu metra við Kárahnjúkastíflu um klukkan eitt í dag. Mennirnir voru við við vinnu á pallinum ásamt tveimur öðrum mönnum sem sluppu með minni háttar meiðsl. Stálboltar sem notaðir voru til að festa vinnupallinn við steypumót gáfu sig með fyrrgreindum afleiðingum.

Tannlæknar styðja reykingabann

Tannlæknafélag Íslands hefur sent frá sér á ályktun þar sem félagið lýsir yfir fullum stuðningi við breytingar á lögum um tóbaksvarnir þar sem m.a. er kveðið á um reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum. Telur Tannlæknafélagið að umrætt frumvarp sé í fullu samræmi við markmið félagsins að stuðla að bættri tannheilsu landsmanna.

Hafnaði fóstureyðingarlögum í Íran

Æðstu yfirvöld í löggjafarmálum Írans, svokallað Varðaráð, hafa hafnað sértækum fóstureyðingarlögum sem samþykkt voru á íranska þinginu fyrir skemmstu. Samkvæmt þeim átti að leyfa fóstureyðingar ef líf móður væri í hættu eða ef ljóst þætti að barnið yrði fatlað, en stuðningsmenn frumvarpsins sögðu að fötluð börn væru fjárhagsleg byrði á fjölskyldum.

Ákærðir fyrir aðild að þjóðarmorði

Réttarhöld hófust í Belgíu í dag yfir tveimur hálfbræðrum frá Rúanda sem ákærðir eru fyrir aðild sína að þjóðarmorði í Rúanda árið 1994. Þeim er gefið að sök að hafa aðstoðað hermenn úr ættbálki Hútúa að myrða um 50 þúsund manns með því að útvega þeim farartæki og gefið þeim bjór eftir drápin.

Meirihluti á móti göngum

"Ég verð að viðurkenna að það kemur mér á óvart að það skuli vera svona mikill munur á jákvæðri og neikvæðri afstöðu manna," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, þegar niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins um Héðinsfjarðargöng voru borin undir ráðherrann.

Semja við Iceland Express

Flugfreyjufélag Íslands hefur skrifað undir kjarasamning við Iceland Express og hafa flugfreyjur þar með skrifað undir kjarasamninga við öll flugfélögin.

Fangar fara einir í flug

Fangar eru oftast sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fangelsisyfirvöld meta í hverju tilviki hvort fylgdarmaður þyki nauðsynlegur. Ef ekki þá er fanganum fylgt á flugvöllinn og miði keyptur handa honum. Tekið er á móti honum á flugvellinum við lendingu.

FÍB styður lagabreytingar

Í tilefni mótmæla sem fjögur félög hafa efnt til vegna breytinga á þungaskatti hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda ítrekað að félagið styðji breytinguna. Félögin fjögur séu á móti því að í stað þungaskatts á dísilbíla komi olíugjald á dísilolíu en FÍB taki hins vegar heils hugar á móti breytingunum og finnist núverandi kerfi ósanngjart og úrelt.

Óska eftir rökstuðningi

Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi, hefur óskað eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns, í starf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða. Samkvæmt stjórnsýslulögum ber honum að fá svar innan þriggja vikna.

Fjörurnar fylltust af timbri

Fjörurnar í hjarta Hafnarfjarðar fylltust af timbri frá framkvæmdunum við Norðurbakkann fyrir helgina og þurftu starfsmenn verktakafyrirtækisins Bortækni að ganga í fjörur fyrir og eftir helgina til að hreinsa þær.

Sjá næstu 50 fréttir