Innlent

Óska eftir rökstuðningi

Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi, hefur óskað eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns, í starf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða. Samkvæmt stjórnsýslulögum ber honum að fá svar innan þriggja vikna. Fjórir aðrir umsækjendur, sem voru kallaðir í viðtal vegna starfsins, eru að hugsa sinn gang og taka ákvörðun í dag eða næstu daga hvort þeir gera slíkt hið sama eða kæra hugsanlega ráðninguna með tilvísun til jafnréttislaga. Umsækjendurnir hafa nokkrar vikur til að taka ákvörðun. Umsækjendurnir eru fyrir utan Jón Pálma og Guðjón, Brynja Þorbjörnsdóttir, fyrrverandi útibússtjóri, Hjördís Stefánsdóttir, fulltrúi hjá Sýslumanninum í Borgarnesi, og Sigurbjörg Ragnarsdóttir, starfsmaður Höfða. Alls bárust 16 umsóknir. Ráðning Guðjóns hefur verið umdeild. Sjálfstæðismenn, sem mynda meirihluta stjórnar Höfða, greiddu Guðjóni atkvæði en minnihluti stjórnarinnar greiddi Brynju atkvæði sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×