Innlent

Hættulegar barnakerrur á markaði

Tvær gerðir af barnakerrum sem eru á markaði hér á landi geta verið lífshættulegar börnum samkvæmt könnun dönsku neytendastofnunarinnar. Stofnunin gerði gæðakönnun á tíu mismunandi gerðum lítilla barnakerra í Danmörku og reyndust fimm af tíu hættulegar börnum. Þær sem fást hér eru Basson 207 og Brio Tridem samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu Neytendasamtakanna. Kerrurnar áttu það hins vegar allar sameiginlegt að fá lélega einkunn fyrir þægindi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×