Innlent

Hættulegar kerrur á markaði

Tvær tegundir barnakerra sem til sölu eru í verslunum hérlendis geta verið lífshættulegar samkvæmt mati dönsku neytendastofnunarinnar. Kemur þetta fram í gæðakönnun stofnunarinnar á tíu tegundum barnakerra sem seldar eru þar í landi. Af þeim eru fjórar tegundir seldar hér en aðeins tvær þeirra fá alvarlegar athugasemdir. Um er að ræða tegundirnar Basson 207 og Brio Tridem. Skermur Basson kerrunnar þykir ekki nægilega fastur og á Brio kerrunni er snúra sem er lengri en lög leyfa og getur valdið köfnun vefji barn henni um hálsinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×