Innlent

FÍB styður lagabreytingar

Í tilefni mótmæla sem fjögur félög hafa efnt til vegna breytinga á þungaskatti hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda ítrekað að félagið styðji breytinguna. Félögin fjögur séu á móti því að í stað þungaskatts á dísilbíla komi olíugjald á dísilolíu en FÍB taki hins vegar heils hugar á móti breytingunum og finnist núverandi kerfi ósanngjart og úrelt. Sú ósanngirni sé í stuttu máli þannig að sá sem eigi dísiljeppa og aki yfir 20 þúsund kílómetra á ári taki engan þátt í kostnaði við vegina þá kílómetra sem hann ekur umfram þessi 20 þúsund. Félagið segist samt skilja að einhverjir vilji áfram getað keyrt frítt á vegum landsins og látið eigendur bensínbíla borga fyrir þá, en segir það um leið ekki vera stórmannlegt. Félögin fjögur eru 4x4, Félag hópferðaleyfishafa, Frami - stéttarfélag leigubifreiðastjóra og bifreiðastjórafélagið Átak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×