Innlent

Átta milljónir í blokk á Bíldudal

Hæsta tilboð í ellefu íbúða fjölbýlishús á Bíldudal var átta milljónir króna, eða 6,6 prósent af brunabótamati. Þetta kemur fram í Bæjarins besta. Þar kemur fram að húsið sem er samtals 914 fermetrar á 1500 fermetra lóð hafi verið boðið til sölu og bárust fjögur tilboð. Tvö voru upp á fimm mílljónir, eitt upp á 7,8 og svo hæsta tilboðið upp á átta milljónir króna eins og fyrr segir. Fram kemur að húsið sé farið að láta á sjá. Ákveðið var að gefa þeim sem áttu tvö hæstu tilboðin færi á að bjóða aftur. Miðað við hæsta tilboð er fermetraverðið 8.756 krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×