Fleiri fréttir

Terri Schiavo öll

Terri Schiavo andaðist í gærmorgun á hjúkrunarheimilinu í Pinellas Park í Flórída. Þar með lýkur sjö ára löngu stríði yfir örlögum hennar.

Enn sprengt í Írak

Uppreisnarmenn voru iðnir við kolann í Írak í gær en átta fórust í tveimur sjálfsmorðsprengjuárásum, auk tilræðismannanna.

Ók á stóru systur

Betur fór en á horfðist þegar þriggja ára snáði í Þrándheimi tók fjölskyldubílinn traustataki og ók yfir fimm ára gamla systur sína á þriðjudaginn. Telpan hlaut aðeins minniháttar áverka, beinbrot og nokkrar skrámur.

Þolir ekki blaðamenn

Karl Bretaprins hefur enn einu sinni komið sér í vandræði. Í gær heyrðist hann muldra á blaðamannafundi með sonum sínum að blaðamenn væru fábjánar og hann þyldi þá ekki.

Lögreglumaður dæmdur í Héraðsdómi

Lögreglumaður var í dag dæmdur til að greiða hátt í hálfa milljón króna í sektir og skaðabætur fyrir að hafa keyrt í veg fyrir ökumann bifhjóls á Ægisíðu í fyrravor.

Útvarpsstjóri vanvirði starfsmenn

Starfsmenn Ríkisútvarpsins segja útvarpsstjóra hafa vanvirt starfsmenn og ýtt til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir samþykktu vantraustsyfirlýsingu á Markús Örn Antonsson á fjölmennum fundi í hádeginu. 178 greiddu henni atkvæði sitt, tólf voru á móti og einn sat hjá.

Skuldir borgarinnar lækka

"Þessu teljum við okkur geta náð á næstu þremur árum þrátt fyrir nýjungar á borð við gjaldfrjálsan leikskóla," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, en borgaryfirvöld kynntu í gær þriggja ára áætlun um rekstur, fjárfestingar og fjármál borgarinnar.

Kann unga fólkið ekki að spara?

Gleymdi verðbólgukynslóðin að kenna börnunum sínum að spara? Íslensk ungmenni líta svo á að hafi fólk ekki efni á hlutunum, þá séu bara tekin lán.

11 milljarðar í yfirdráttarvexti

Íslendingar greiða bönkunum tæpa ellefu milljarða króna á ári í vexti fyrir yfirdráttarlán. Öll þjóðin lifir þó ekki á yfirdrætti.

Misþyrmt og svo bútuð niður

Sundurhlutaða líkið, sem fannst í svörtum plastpoka í miðborg Stokkhólms í gær, er af fremur fullorðinni konu. Henni var misþyrmt hrottalega áður en hún var bútuð í sundur að sögn lögreglu.

Enn lýst vantrausti á Markús

Tæplega 200 starfsmenn Ríkisútvarpsins samþykktu á fundi í gær vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Starfsmennirnir segja að Markús Örn hafi, ásamt útvarpsráði, tínt til "falsrök, ýkjur og skrök" til að varpa ryki í augu almennings vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps.

Draga úr styrkjum til landbúnaðar

Íslensk stjórnvöld þurfa að draga verulega úr styrkjum til landbúnaðarins þegar samningur Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar sem nú er í smíðum tekur gildi, að öllum líkindum í árslok 2007. Eftir er að ákveða hvar í kerfinu verður mest skorið niður.

Kosningarnar gengu vel

Þingkosningarnar í Zimbabwe í dag gengu vel þrátt fyrir hrakspár. Fréttaskýrendur eru hins vegar á einu máli um að ekkert verði að marka úrslitin sökum víðtæks kosningasvindls. 

Páfa veitt síðasta sakramentið

Prestur veitti Jóhannesi Páli II páfa síðasta sakramentið í kvöld. Heilsu páfa hefur hrakað mjög að undanförnu og var prestur kallaður til páfa til að veita honum sakramentið sem kaþólikkum er veitt þegar þeir liggja banaleguna eða glíma við erfið veikindi.

Landsfundur í október

Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund sinn 13. til 16. október. Fundurinn er sá 36. í sögu flokksins en síðasti landsfundur var haldinn í mars 2003.

Lögreglumaður dæmdur

Lögreglumaður hefur verið dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt og ökumanni bifhjóls 195 þúsund krónur í skaðabætur fyrir að hafa stefnt lífi hans í hættu í lok maí á síðasta ári. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Leituðu til sveitarfélaga

Lítið safnaðist í fjáröflunarátaki Fischernefndarinnar fyrir Japansferð þeirra í mars, segir Einar H. Guðmundsson sem sá um fjáröflunina fyrir nefndina. Töluverðar skuldir eru útistandandi eftir Japansferð nefndarinnar en ekki fékkst uppgefið hversu miklar þær eru.

Fischer tekur þátt í fjöltefli

Skákmeistarinn Bobby Fischer ætlar að þakka íslensku þjóðinni stuðninginn við sig með því að bjóða landsmönnum í fjöltefli í Vetrargarðinum í Smáralind í dag. Verður það í fyrsta sinn í þrettán ár sem Fischer teflir hefðbundna skák á opinberum vettvangi en síðast gerðist það í einvíginu fræga við Spasskí í Júgóslavíu árið 1992.

Fischer á 200 milljónir í Sviss

Bobby Fischer skipar sér á bekk meðal sterkefnaðra Íslendinga. Hann verður að greiða skatta af vöxtum og verðbótum hér hvort sem hann ávaxtar fé sitt á Íslandi eða í Sviss.Þær greiðslur gætu numið um 700 þúsund krónum á ári. </font /></b />

Tala látinna töluvert yfir þúsund

Nú er staðfest að meira en þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum undan ströndum Indónesíu á mánudaginn. Í morgun bárust fréttir af því að á milli tvö og þrjú hundruð manns hefðu látist á Banyak-eyjum og alls hefðu að minnsta kosti þúsund manns farist á Nias-eyjaklasanum.

Páfi aftur á sjúkrahús?

Jóhannes Páll páfi II gæti þurft að fara aftur á sjúkrahús til þess að láta setja í sig magasondu svo unnt sé að veita honum næringu. Þetta er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan Vatíkansins. Fréttir voru ennfremur að berast af því fyrir stundu að páfi hafi ekki komið upp orði þegar hann reyndi að ávarpa og blessa almenning frá glugga íbúðar sinnar.

Sala Símans rædd í ríkisstjórn

Sala Landssímans verður rædd á ríkisstjórnarfundi sem hófst á tíunda tímanum en ráðherranefnd um einkavæðingu tekur lokaákvörðun um söluferlið. Einkavæðingarnefnd hefur ekki endanlega gengið frá skýrslu um málið en þar munu fáir endar vera lausir.

Árásir vegna heimsóknar frú Bush

Einn lést og annar særðist þegar bílsprengja sprakk fyrir framan opinberar byggingar í borginni Jalalabad í Afganistan í morgun. Þá drápu uppreisnarmenn sex afganska hermenn í nótt og í gær særðust tveir bandarískir hermenn í árás uppreisnarmanna. Talið er að árásirnar tengist komu Lauru Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, til Afganistans.

ESB samþykkir líklega Wolfowitz

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós, eða svo gott sem, á að Paul Wolfowitz verði næsti forstjóri Alþjóðabankans. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir háttsettum mönnum innan ESB eftir að Wolfowitz kom fyrir stjórn sambandsins í morgun til að svara spurningum um stefnu sína og framtíðarsýn.

Annan segir ekki af sér

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir það ekki koma til greina að hann segi af sér vegna gagnrýni sem fram kemur í nýrri rannsóknarskýrslu um olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak.

Grásleppuvertíðin hafin

Grásleppuvertíðin fyrir Norðausturlandi hefst í dag og nú í morgun streymdu bátarnir út í blíðskaparveðri. Vertíðin í ár verður þremur vikum styttri en venjulega og er það gert til að draga úr framboði á grásleppuhrognum á heimsmarkaði sem ofmettaðist í fyrra.

Herinn farinn fyrir kosningar

Sýrlendingar heita því að verða farnir með allan herafla sinn frá Líbanon áður en kosningar verða haldnar í landinu í lok maí. Þetta kemur fram í bréfi sem utanríkisráðherra Sýrlands sendi Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í gær.

Tveggja manna leitað í líkmálinu

Lögreglan í Danmörku leitar nú tveggja manna í tengslum við morðið á leigubílstjóranum um páskana en lík hans fannst niðurbútað í Kaupmannahöfn. Talið er að annar mannanna sé dönskumælandi maður frá Asíu og hinn er talinn vera Bandaríkjamaður, að því er fram kemur í vefútgáfu <em>Politiken </em>í morgun.

Hafna Frakkar stjórnarskránni?

Meira en helmingur Frakka ætlar að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem tímaritið <em>Economist </em>greinir frá. Fyrir aðeins mánuði síðan bentu kannanir til þess að rúmlega sextíu prósent Frakka myndu samþykkja stjórnarskrána.

Fischer: Interpol sendi erindi

Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri segir að Interpol í Washington hafi sent embættinu erindi á Skírdag um að Bobby Fischer væri eftirlýstur fyrir að hafa rofið viðskiptabann. Jafnframt var beðið staðfestingar um veru Fischers hér á landi.

Hjálparstarf erfitt vegna rigninga

Erfitt er að koma hjálpargögnum á skjálftasvæðið í Suðaustur-Asíu sökum rigninga. Nú er staðfest að meira en þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum undan ströndum Indónesíu á mánudaginn.

Halldór og Davíð funda enn

Ríkisstjórnarfundur var haldinn í morgun og lauk skömmu fyrir fréttir. Ekki var fjallað um fyrirhugaða sölu Landssíma Íslands eins og búist hafði verið við en Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra sitja enn á fundi.

Verða að semja sjálfir um staðinn

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, telur að sveitarstjórnarmenn og skólamenn á Siglufirði, í Ólafsfirði og á Dalvík verði að koma sér saman um staðsetningu fyrir nýjan framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð.

Bitnar á börnum og unglingum

Gægju- og njósnabúnaður er sívaxandi vandamál í heimilistölvum. Búast má við að ný heimilistölva geti allt að 850 veirur, orma og hlaðið inn gægju- og njósnabúnaði af ýmsu tagi á einni klukkustund sé hún lítið varin og netnotkunin óvarleg. Óværan bitnar einkum á börnum og unglinum. </font /></b />

Páfa virðist hraka stöðugt

Heilsu Jóhannesar Páls páfa virðist stöðugt hraka þó yfirlýsingar Vatíkansins séu á annan veg. Þar segja menn að hann sé á hægum batavegi.

Ályktunar að vænta frá LSH

Ályktun af fundi læknaráðs Landspítala - Háskólasjúkrahúss er að vænta síðar í dag. Ráðið hélt stjórnarfund í hádeginu þar sem rædd voru deilumál innan stofnunarinnar þar sem m.a. hefur verið gagnrýnt af tólf yfirlæknum Landspítalans að stöður sviðsstjóra spítalans séu ekki auglýstar heldur sé skipað í embættin.

Annan blekktur af syni sínum

Svo virðist sem Kojo, sonur Kofis Annans, hafi ekki komið alls kostar heiðarlega fram við föður sinn. Málefni feðganna eru í brennidepli, enda birtist í gær rannsóknarskýrsla um olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak sem báðir eru flæktir í.

Verklagi breytt hjá Sýslumanni

Verklagsreglum hjá Sýslumannsembættinu hefur verið breytt hvað varðar eyðingu gagna og verða þau hér eftir geymd í læstum gámi innanhúss þar til þau fara til förgunar. Stöð 2 hafði undir höndum möppu þar sem nöfn hundruð einstaklinga, sem reka hafa þurft mál sín fyrir embættinu, komu fram.

Með þrjá Pólverja ólöglega í vinnu

Íslendingur, sem var með þrjá Pólverja ólöglega í vinnu, verður ákærður í dag eða á morgun fyrir brot á útlendingalögum. Málið hófst með því að Selfosslögreglan stöðvaði bíl vegna hraðaksturs og var einn Pólverjanna í honum sem leiddi til þess að hinir tveir fundust.

Bandaríkjamanns og Asíubúa leitað

Danska lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum vegna morðsins á Torben Vagn Knudsen, rúmlega fertugum leigubílstjóra, sem fannst sundurhlutaður í Kaupmannahöfn um páskana. Einnig er lýst eftir einkabíl Knudsens, sem talið er að hann hafi búið í, síðasta hálfa mánuðinn sem hann lifði.

7 Frakkar létust og tugir slasaðir

Að minnsta kosti sjö franskir ferðamenn létust og meira en fjörutíu slösuðust í suðurhluta Marokkó í gær þegar Land Rover jeppi keyrði utan í rútu sem ferðamennirnir voru í með þeim afleiðingum að hún valt.

Starfsmannafundur hjá RÚV á morgun

Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu hélt fund í dag þar sem aðgerðir vegna komu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins voru ræddar. Boðað hefur verið til starfsmannafundar í Ríkisútvarpinu á morgun.

Stór björg féllu á vinnuvél

Betur fór en á horfðist þegar stór björg féllu á vinnuvél sem unnið var á í Óshlíð við Bolungarvík í gær. Sigurgeir Jóhannsson, ökumaður vélarinnar, marðist og skrámaðist þegar björgin féllu á vélina og hann segir í samtali við fréttavef Bæjarins besta að björgin hafi skollið sem byssukúlur á vélinni og í kringum hana.

86 milljónir í hrefnuveiðarnar

Kostnaður við vísindaveiðar á hrefnu á árunum 2003 og 2004 nam rúmum 86 milljónum króna. Þetta kom fram í svari sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag í kjölfar fyrirspurnar Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna.

Sendiherra Ísraels skotinn

Sendiherra Ísraels í Eþíópíu liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi eftir að komið var að honum á heimili hans í gærkvöldi með skotsár. Ekki liggur fyrir hverjir voru að verki né hver tildrög árásarinnar voru.

Sjá næstu 50 fréttir