Erlent

Sterkir eftirskjálftar á Nias-eyju

Sterkir eftirskjálftar urðu í morgun á Nias-eyju í Indónesíu í kjölfar skjálfta upp á 8,7 á Richter á mánudaginn. Að minnsta kosti þrír sterkir skjálftar mældust í morgun, sá sterkasti upp á 6,3. Ekki er þó vitað til þess að skjálftarnir hafi truflað hjálparstarf á svæðinu verulega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×