Erlent

Hafnaði kröfunni í sjötta sinn

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gærkvöldi í sjötta sinn kröfu um að hefja næringargjöf til Terri Schiavo á nýjan leik. Schiavo hefur nú verið án matar og drykkjar í heila þrettán daga eftir að dómstóll í Flórída komst að þeirri niðurstöðu að hætta bæri að gefa henni næringu þar sem sýnt hefði verið fram á að heilastarfsemi hennar yrði í lágmarki til æviloka. Foreldrar Schiavo áfrýjuðu enn á ný í gær, en án árangurs. Enginn rökstuðningur fylgdi úrskurði Hæstaréttar og ekki kom fram hvort áfrýjuninni hefði verið hafnað samhljóða af öllum dómurum hans. Að öllu óbreyttu á Schiavo stutt eftir ólifað, enda gáfu læknar henni aðeins tvær vikur eftir að hætt var að gefa henni næringu og sá tími er senn á enda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×